Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 22
16
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
þær á Geirmund — í meinum. Þetta samband þeirra
stendur þó tiltölulega skamma stund, því að Geirmund-
ur slítur því eins og maður, þegar hún hefir ekki þor og
dug að skilja við Brand bónda, efnin á Fossi og börnin.
Þetta er að vísu báðum sárt, en Geirmundur nær sér
brátt, einkum eftir það, að hann verður þess var, að
önnur prestsdóttirin fellir hug til hans. Hamingjan virð-
ist brosa við þeim báðum, en þá kemur reiðarslag úr
heiðskíru lofti: þau mega ekki njótast, því að Geir-
mundur er sonur prestsins. Dóttirin visnar eins og ung
vornál í norðanhreti, en Geirmundur sekkur á kaf í
svarta örvæntingu og drykkjuslark, þar sem minningin
um systur-unnustuna er eina vonarglætan. Svo endar
sagan.
Þegar „Ofan úr sveitum" kom út, hafði Einar Hjör-
leifsson (Lögb. 13. ág. 1892) bent höfundi á ýms
smíðalýti á verkinu, og þá einkum frá sjónarmiði real-
ismans: hvað var sennilegt og hvað ótrúlegt. Það var
einn megingalli sögunnar, að presturinn var svo illa
gerður, það gerir baráttu þeirra hjónanna svo ójafna,
og auk þess er í fylsta máta ótrúlegt, að almenningsálit-
ið skyldi að svo búnu snúast gegn konunni. Einar hygg-
ur íslenzka alþýðu umburðarlyndari en Þorgils gerir
hana, og eigi trúir hann því, að nokkur íslenzkur prest-
ur segi af sér prestskap sökum sannfæringar sinnar •—
eins og Þórarinn. Þá finnur Einar allmikla missmíð á
hugrenningalýsingum og samtölum höfundar, segir, „að
honum hafi ekki lærst sú list að vinsa úr samræðum
manna, færa til það eitt, sem einhverja þýðingu héfir,
annað hvort ýtir sjálfri sögunni eitthvað áfram eða kast-
ar nokkru Ijósi yfir eitthvað það, er enn hefir ekki ver-
ið fullskýrt . . .“ Einari þykir jafnvel sennilegt, að höf.
sé mótfallinn þessari vinsun, hann vilji ná samræðum