Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 23
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
17
manna eins og þær séu í daglegu tali. Slíkt, segir Einar,
sé mjög misskilinn realismus, og geti Islendingar í þessu
efni lært af Ibsen, sem allra manna bezt kunni að rita
samræður — „þó Gröndal telji hann leirskáld“. Loks
þykir Einari höf. nokkuð óvæginn gegn því, „sem hon-
um er ógeðfelt og andstætt er hans eigin skoðunum,
hversu heilagt sem það er öÖrum mönnum. í vorum
huga er enginn efi á því, að það væri ávinningur fyrir
hann sem skáld, ef þar gæti breyting á orðið“% Hér
skerst sýnilega í odda með insta eðli skáldanna. Akafi
Þorgils gjallanda skilur vægðarlaust hafrana frá sauð-
unum, en íhygli Einars rannsakar báðar hliðar málsins,
skilur og fyrirgefur.
Samt sem áður er merkilegt að sjá, að Þorgils gjall-
andi hefir lært flest það, sem Einar benti honum á í þess-
um dómi, þegar hann skrifaði „Upp við fossa“; sést
þetta á því, sem áður er sagt um bókina. Hann hefir nú
lært að vinsa úr samtölunum hið nauðsynlega, þótt sum-
staðar kunni að bresta á eðlileika þeirra. Mál hans er
nú því nær alveg laust við útlendar slettur og talshætti,
hann veldur því með snild, sem speglar hugsanir hans
með nýjum hætti, mál tilfinninganna. En merkilegast er
það, að hann hefir að nokkru leyti lagt taum á ákafa
eðlis síns og, að ráði Einars, leitast við að líta á alla
málavöxtu, áður en hann dæmir persónur sínar. Afleið-
ingin verður sú, að hann sér mikið gott í þeim flestöll-
um (undantekning er Bjarni, meðbiðill Geirmundar, sem
ekki fær tækifæri að sýna nema ranghverfu sína), 1
fin rur þeim öllum eitthvað til málsbóta, jafnvel prest-
*) Hlutverk Bjarna minnir á Knút í Sigrúnu á Sunnu-
hvoli.
löunn XIX
2