Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 24
18
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
inum, séra Jósteini, sem, eins og Óðinn í Völsungasögu,
veldur einn öllu bölvi.
Yfirleitt er mesta snild á mannlýsingunum í ,,Upp viS
fossa“, og fátt mun þar þeirra manna, sem ekki væri
að finna út um sveitir Iandsins, enda kvað höfundur
hafa haft beinar fyrirmyndir að ýmsu fólki sínu. Svo er
um Gróu, er kvað hafa verið kona úr nærsveitunum
(sbr. og orð Guðm. Friðjónssonar, áður tilfærð). Jafn-
vel aðalefni sögunnar er sagt, að höfundur hafi haft
dæmi til. Er mælt, að prestsonur nokkur á Norðurlandi
hafi trúlofast tveim stúlkum í sveit sinni, en í bæði skift-
in hafi prestur orðið að segja honum, að þær væru syst-
ur hans; og stökk maðurinn upp úr því til Ameríku.
Eflaust hefir höfundur þekt þessa sögu — hann var um
tíma á vist í þessari norðlenzku sveit — og gert hana að
uppistöðu bókar sinnar. Nú er það alkunnugt, að bein-
ar fyrirmyndir geta orðið höfundum viðsjálar viðfangs,
en Þorgils hefir, að því er virðist, hvergi strandað á því
skeri. Gróa er ágætiskona á marga lund, en uppeldið í
fátækt og vesaldómi hefir vakið henni of mikið hungur
eftir þeim lystisemdum, sem heimurinn gat boðið henni;
því tekur hún Brand ríka, jafnvel þótt henni sé hann
inst inni ógeðfeldur, því bregður hún á bakráð við bónda
sinn um ekki stærri hluti en kaffisopa og sykurmola, og
því tekur hún að lokum Geirmund fram hjá honum.
Þessi ofvöxtur í tilfinningalífi hennar skerðir viljann að
sama skapi; því getur hún ekki fengið sig til að slíta
sig frá börnunum sínum — og efnunum á Fossi. •—
Brandur, bóndi hennar, er að mörgu leyti ágætis karl,
en mjög ólíkur henni, hann vantar glæsileika hennar og
mannblendni, er luralegur nokkuð svo á vöxt og stirf-
inn í skapi, bráður, en lætur auðveldlega telja sér hug-
hvarf, og ekki beinlínis skarpskygn. Verður Gróu létt