Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 25
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
19
að vefja honum um fingur sér, þegar í harðbakka slær
me'ð þeim, og það þótt hún hafi hinn verri málstað. Þrátt
fyrir alt er manni hlýtt til Brands, þetta er svo mikill
sómamaður og artargóður inn við beinið. Geirmundur
er glæsilegur unglingur, ör í skapi, fljótur til ásta og
blóðheitur, eins og höfundurinn. Það er engi von til, að
hann, óreyndur unglingurinn, sjái við kynkostum og
veiðibrögðum húsfreyjunnar á Fossi; hann hlýtur að
ánetjast þar. En í sólskini þessarar forboðnu ástar þrosk-
ast hann fljótt og verður að manni, sem fer sínu fram.
Hitt er jafn-eðlilegt, hve fljótlega hann fellir hug til
Prestsdótturinnar, er hann hefir slitið sig úr netjum
Gróu. í tilhugalífinu við Þuríði ,,vex hann enn og vel
dafnar“, gerist ráðsettur og forsjáll mitt í glaumi æsk-
unnar. Svo þegar ógæfan slær hann, kastar hann sér að
vísu með eins miklum ákafa út í slarkið eins og hann
fiafði áður gefið sig á vald ástinni á annan bóginn og
vinnunni á hinn. En það er langt frá því, að hann sé
glataður. Hann slarkar með vilja, og með vilja getur
hann hætt, og alt virðist benda til þess, að höfundur
ætli honum að hefja sig á ný. Þuríður hefir gefið hon-
mn eitthvað til að lifa fyrir, jafnvel þótt þau fái ekki að
njótast og þótt hún veslist upp og deyi.
Þá er Þuríður. Svo lítið, sem höfundur segir eiginlega
nm þessa stúlku, þá hefir honum tekist að gera hana
ogleymanlega fyrir gæði sín. Vorkunnsemi hennar við
Geirmund, sem allir hafa horn í síðu, er að vísu frá önd-
verðu ást blandin, en ekki ósannari fyrir því, og hún hef-
n í stuttu máli alt það til að bera, sem prýða má unn-
ostu eins manns, nema ef vera skyldi fríðleikann. En
hún er hrein og heit og djörf, hvergi hrædd við mót-
spyrnu foreldra sinna og skerst ekki undan að fylgja
2*