Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 26
20
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
kalli tilfinninga sinna, jafnvel þegar þær leiða hana á
stigu, sem forboðnir eru hjónaleysum.
Nú mun ungu kynslóðinni finnast fátt um lýsingu Þor-
gils gjallanda á fundi þeirra elskendanna í þinghúsinu,
því hvað er það hjá lýsingum Kambans á ástum þeirra
Ragnheiðar og Daða. — Samt sem áður var lýsing Þor-
gils á sinni tíð frábærlega djörf, enda fékk hann að
heyra sitt af hverju fyrir hana.*)
Jafnvel Einar Hjörleifsson, sem að mörgu leyti dáðist
að bókinni, telur óheilla-atburðinn í þinghúsinu af engri
nauðsyn sprottinn og ekki af öðru en „rangsnúinni til-
hneiging höfundar til að draga fólk sitt niður f saurinn".
Honum þykir bókin ekki líkleg til að ná alþýðuhylli — í
neinu landi — og sé það ekki sagt alþýðunni til ámælis,
því þetta sé saga um sífeldan ósigur, siðferðilegar og and-
legar hrakfarir. Samt sem áður vottar Einar, að bókin sé á
allra vörum, engum virðist standa á sama um hana, miklu
fleiri hafi ímugust á henni en hinir, sem lofa hana, en allir
kannist við ritsnild höfundarins.
Guðmundur Friðjónsson**) getur og um palladóma al-
mennings, er hann hafi marga heyrt og vonda. „Einkum
hafa húsfreyjurnar lastað söguna. Ég hefi séð gáfaðar
konur og góðar húsfreyjur spretta upp úr sæti sínu, þeg-
ar þessa sögu hefir borið á góma. Og þær hafa orðið
blóðrauðar af gremju til höfundarins. Þeim þykir sagan
ósiðleg og lýsing höfundar á Gróu svívirðileg . . .“.
Sagt er, að séra Benedikt Kristjánsson hafi stungið
pakka með „Ofan úr sveitum" í ofninn, þegar póst-
*) Ritdómar komu í blöðunum: Stefni, 6. des. 1902 (Sig.
Friðj.); Fjallk., 23. des. 1902 (Hjálm. Sigurðss.); Norðurl.,
31. jan. 1903 (Einar Hjörl.) ; Ingólfi, 6. sept. 1903; Þjóðólfi,
14. ág. 1903 (Haukur).
**) Eimreiðin 1909, bd. 15: 99—108.