Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 27
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
21
urinn færði honum hann, enda var þá hiti í kirkju-
málum manna á meðal í sóknum hans og lenti f málaferl-
um nokkrum árum síðar. Hins vegar hefi ég ekki heyrt
neitt um viðtökur hans á „Upp við fossa“. En séra Sig-
urður Sívertsen, þá prestur í Vopnafirði, kvað hafa pré-
dikað móti bókinni, bæði í stól og á húsvitjunarferðum
sínum.
En það var nú ekki aðeins „siðleysi“ höfundarins, sem
Tarð fyrir umtali. Bókin vakti til umhugsunar á annan
hátt, eins og sjá má af ritdómi Sigurjóns Friðjónssonar'):
„Hvað meinar hann með þessu öllu saman? . . . Er hann
að deila á brot sr. Jósteins? Það er ekki líklegt, því öll
saga Gróu afsakar brot hans. Ef sagan á að vera þroska-
(eða hnignunar-) saga Geirmundar, þá er hún of stutt, því
hann er óráðinn að sögulokum". — Þetta eru alveg rétt-
mætar athuganir og benda á veilur í byggingu sögunn-
ar. Sagan um sambúð þeirra Brands og Gróu er ágæt, en
ef hún á bara að vera inngangur að sögu Geirmundar,
þá er hún of viðamikil. Verst er þó kannske, hvað sagan
er endabrend; það vantar annað bindi, jafnlangt, um
afdrif Geirmundar. Manni finst, sem sagt, að hér vanti
samræmi, jafnvægi, sem hvert gott listaverk eigi að hafa.
Líklegast eru þetta fremur mistök en ásett ráð höfundar-
ins. En þó er mér til efs, að hann hefði náð betri verk-
un, orkað fremur á hugi manna með öðrum „fullkomn-
ari“ sögulokum. Ritdómarnir bera þess ljósast vitni, hvert
uppnám hann vakti. Það minnir á viðtökur manna á „ Vef-
aranum mikla frá Kasmír“, sem einnig þótti gallagripur
að smíð, ekki sízt endirinn. Og jafnvel þótt bókin væri
gölluð, þá yrðu kostir hennar miklu þyngri á metunum.
Málið er hreint, þróttmikið og nýstárlega sniðið við
*) í Stefni 6. des. 1902.