Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 29
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
23
VII.
Síðasta bók Þorgils gjallanda, er kom út að honum
lifandi, var „Dýrasögur 1“ (Reykjavík 1910). Hafði
hann í kver þetta safnað sögum þeim, er hann hafði sent
Dýravininum og fleiri tímaritum síðan 1893. Þar er
fyrsta sagan ,,Fölskvi“, hrakningasaga gæðings, sem
kemst í misjafnar hendur. Sagan hafði hlotið verðlaun
Sunnanfara og var birt þar 1894. „Móa-Móra“ (1891,
Dv. 1893) er um áburðarhryssu, sem látin er bera
þyngstu baggana, þó hún sé þrekminst, verst fóðruð og
meidd. „Brekkugulur" (1896, Bjarki 1897—98) er um
afdrif forustusauðsins inni á öræfum, með örlítilli hnútu til
þeirra, sem setja vilja á guð og gaddinn. „Kola“ (1892,
Dv. 1899), ærin, sem þeir Höfðamenn drápu úr hor, en
kunnu betur við að segja, að hefði lagzt afvelta. „Kýr
tárfellir“ (1893, Dv. 1899) eftir kálfinn sinn. „Valur“
(1892, Dv. 1901), um rakkann, sem hafður er útund-
an, kemst á flæking og er loks drepinn á tófu-eitri.
„Skuggi“ (1895, Dv. 1897), saga af gæðingi og hesta-
manni, sem neyðist til að selja þennan góðvin sinn, gaml-
an, til slátrunar, og dreymir illa, þegar hann fréttir, að
Skuggi hefir verið brúkaður, áður en hann var skotinn.
.,Léttfeti“ (1898, Dv. 1903), önnur raunasaga góðs
hestefnis, sem er ofreyndur í uppvextinum, en síðan seld-
ur á flæking og loks settur á guð og gaddinn, svo að
hann verður úti á miðjum vetri. „Frá norðurbygðum
(1908, Dv. 1909) er lýsing á lífi bóndans í norður-
bygðum, er sífelt teflir hið djarfa tafl við ótíð og illa
afkomu, freistast til að setja meir á en heym leyfa og
kvelst með skepnunum sínum í vorharðindunum. Þá er
,,Dumbs minning“ (1907), eftirmæli skáldsins eftir hest-
inn sinn. „Glámur“ (1909), enn um hest, sem eigand-
inn níðist á og getur þó ekki bugað; svo þrautseigur og