Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 30
24
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
léttur á fóðrum er hann. Og loks er síðasta sagan:
„Heimþrá“ (1909), um hryssuna, sem strýkur til átt-
haganna, en verður úti í vegleysum öræfanna og hörku
vetrarins á miðfjöllum landsins — tvímælalaust bezta
dýrasaga Þorgils.
Þess má geta, að auk þeirra sagna, sem hér voru end-
urprentaðar, höfðu komið í Dýravininum: „Lappi“
(1897), „Örninn“, eftir Jónas Lie (1897), „Víðikers-
Sokki“ (1903, „Samtíningur“ (1907), „Vesalings
SkoIli“ (1911), „Auma ólánið“ (1911) og „Hálegg-
ur“ (1914). í Dýraverndaranum komu 1917 sögurnar
„Krummi“ og „Gestur“, báðar frá 1913, í Rétti 1917
kom „Uppi í óbygðum“ og í Skírni 1917 „Milli svefns
og vöku“. Mun þá talið það, sem út hefir komið í tíma-
ritum eftir Þorgils, áður en „Ritsafn" hans kom út.
„Dýrasögur“ Þorgils fengu að maklegleikum mjög
góðar viðtökur. ) Þó gerist einn af samsýslungum
hans, Adam kennari Þorgrímsson, til að setja ofan í við
hann fyrir illa meðferð á málinu, ranga setningabygg-
ingu og greinarmerkjavillur. Þorgils svaraði því sjálfur
í Gjallarhorni, 27. apríl 191 1, og enn betur tók Sigurður
Nordal svari hans í Ingólfi, þar sem hann segir meðal ann-
ars svo: „Mig tekur sárt til þessarar litlu bókar. Langa-
lengi hefir varla komið út kostameiri bók í óbundnu máli
eftir íslenzkan höfund . . . Sumum ritdómurum hefir orð-
ið starsýnt á nytsemi bókarinnar. Adam verður það á
greinarmerkin. En sögurnar eru listaverk, og þær verða
*) Ritdómar: Þjóðviljinn, 28. sept. 1910, Ingólfur, 13. okt.
1910, Vestri, 15. okt. 1910, Fjallkonan, 18. okt. 1910 (B. Jóns-
son frá Vogi), Norðri, 22. okt. 1910, Gjallarhorn, 10. nóv.
1910, Norðurland, 4. febr. 1911 (Adam Þorgrímsson, andsvar
hans til Þorgils er í Norðurl. 13. maí 1911). Ennfremur Eim-
reiðin, 17 : 68 (Valtýr Guðm.).