Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 31
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
25.
hvorki mældar á sama mælikvarða og dýrahugvekjur né
íslenzkar stíIakompur“. Nordal bendir á, að það sé til-
finning höfundarins, sem ryðji sér nýjar brautir í rit-
máli hans. ,,En hvernig talar þá tilfinningin ? Henni er
stirt um mál. Hún stamar. Og hún gætir ekki sömu venju.
og ritmálið. Sorgin man ekki eftir að setja kommur og.
punkta eftir reglum. Astin og aðdáunin telur ekki upp-
hrópunarmerkin . . . Þetta sundurlausa mál er ennþá á
tilraunastiginu. Það er brú til nýs ritháttar, fjölbreyttari
og eðlilegri en nú tíðkast. Fjöldinn af þeim, sem nota
þennan rithátt, misbeita honum auðvitað. En Þorgils.
hefir vald á honum. Þvf að gegnum sögur hans streymir
heit ást til efnisins, sem fyllir upp í allar eyðurnar og læt-
ur þögnina tala“. Svo tilfærir Nordal niðurlag erindisins
.<Frá norðurbygðum“, sem hneykslað hafði Adam, og.
bætir við: „Þegar ég les þessar setningar, finst mér ég
sitja hjá Þorgilsi í rökkrinu. Hann hefir verið að segja
mér sögu, sem hefir fengið á hann, og honum er þungt í
skapi. Hann heldur áfram hugsuninni gegnum veturinn
°g dauðann til nýs sumars og nýs lífs. En vegurinn er
erfiður, geðshræringin heftir tunguna, hann talar slitr-
°tt. En ég skil hann, skil meira en orðin, líka undiröld-
una, sem brotnar í sögunni. — Og sá rithöfundur, sem
yekur svona skilning, hann hefir náð þeim tökum á mál-
lnu, sem mestu varða“.
En undiraldan, sem brotnar í Dýrasögum Þorgils gjall—
auda, er einmitt hin"lieita tilfinning hans, samúð með
Uiálleysingjunum, ást hans og aðdáun á kostum þeirra,,
fegurð og hreysti, þreki þeirra og þoli í hinum óteljandi.
þrautum, sem hörð náttúra og hugsunarleysi manna
^eggja á braut þeirra. Allir eiga gripirnir ítak í hjarta
hans, kýr og ær, hundar og hestar. Og þó einkum hest-
arnir, þessar frjálsbornu, fallegu, þrekmiklu og lang-