Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 32
26
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
minnugu skepnur. Því verður honum svo tíðhugsað til
hrossbeinanna í Herðubreiðarlindum; þau rísa fyrir sjón-
um hans upp frá dauðum og verða að fránasta hrossinu,
sem hann hefir skapað, af því að hann gat þar gefið í-
myndunarafli sínu lausan tauminn og gætt þessa Stjörnu
sínum eigin anda: „Mér líður nærri hjarta hugsunin um
hana, sem hlýddi rödd tilfinninga sinna og sterkustu þrá
hjartans; fór vill vegarins og gekk refilstigu. Sem þess
vegna þjáðist og pýndist; ein, horfin og gleymd.
í auðn og öræfum“.
Þorgils hefir varla skrifað neitt, sem að innileik til-
finningar og fullkomleik formsins kemst til jafns við
þessa smásögu, perluna í Dýrasögum.
VIII.
Fyrir rúmum tíu árum kom út fyrsta bindi af „Rit-
safni“, eftir Þorgils gjallanda (Akureyri 1924), og hafði
Jón Stefánsson, ritstjóri Gjallarhorns, gamall vinur Þor-
gils, séð um útgáfuna. í þessu bindi er prentað upp
„Ofan úr sveitum“ og auk þess fimm sögur: „Gísli
húsmaður“, „Skírnarkjóllinn", „Kapp er bezt með for-
sjá“, „Frá Grími á Stöðli“ og „Aftanskin". „Skírnar-
kjóllinn" hafði komið í Sunnanfara 1895, en hinar sög-
urnar voru áður óprentaðar. Ekki er þó hægt að segja,
að þær hafi bætt neinu við rithöfundarfrægð Þorgils, því
hvorki komast þær til jafns við „Upp við fossa“ né
„Dýrasögur“. Einna bezt er sagan af Gísla húsmanni, er
stíað var frá unnustu sinni til þess að hægt væri að gefa
hana prestssyni, sem reynist mesti ræfill. „Skírnarkjóll-
inn“ ber merki Gests Pálssonar, eins og smásögurnar í
„Ofan úr sveitum“. „Aftanskin“ er um Vestur-íslending,
sem vitjar fornra slóða og fornra ásta, en hinar tvær
sögurnar eru um bændur, sem koma embættismönnum