Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 33
IÐUNN
Þorgils gjallandi.
27
Og spjátrungum kuldalega fyrir sjónir, en bjarga þeim þó
úr klípum á ferðalagi þeirra; efni, sem Guðmundi Frið-
jónssyni hefir þótt gaman að fást við.
Útgefandi bókarinnar Iét þess getið í formála, að út-
gáfa fleiri binda yrði nokkuð komin undir sölu á þessu
fyrsta bindi, en sala virðist ekki hafa verið ör, þar sem
nú er komið á tólfta ár. Vaeri vert, að menn hlypu hér
undir bagga til að hrinda næsta bindi af stokkunum, því
Þorgils gjallandi verðskuldar það fyllilega, að þjóðin
geymi minningu hans ómáða.
IX.
Vera má, að þetta þyki nú þegar of langt mál um
Þorgils gjallanda, og hefir þó margt verið látið ósagt
af því, sem aðrir hafa um hann skrifað. Sumt verður
ekki rætt nú, eins og þau rit hans, sem enn bíða prent-
unar. Þó skal hér að lokum farið nokkrum orðum um
blaðagreinar hans og þýðingar, með því að hvorttveggja
er dreift og því gott að hafa á einum stað, úr því þeim
einu sinni safnað.
í blöðum hefi ég fundið 24 greinar eftir Þorgils
gjallanda á árunum 1895—1912. Þær eru að vísu ekki
sérlega mikilsverðar, en fylla þó mynd þá, sem annars
má gera sér af skáldinu. Einar sex eru fyrst og fremst
fréttir úr sveit hans. í hinni fyrstu getur hann þess, að þar
í sveitinni hafi verið haldið út blaði síðustu tuttugu árin
(Bjarki, 15. maí 1897). Af bréfi frá 1906 (Norðri, 1 1.
urarz) sést, að hann heíir verið síma-maður, má af því
ráða framfarahug hans í verklegum efnum. En þrátt
fyrir æsinguna og byltingahuginn, sem andar til manns
or fyrstu sögum hans, virðist hann langt frá því að vera
í.gjarn til nýjungarinnar“ á sviði stjórnmálanna (Norðri,
21 . júní 1907). Það voru siðferðis- og samfélagsmálin,