Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 36
30
Þorgils gjallandi.
IÐUNN
sker fánýtra skemtana. Ég hefi löngum öfundað skáldin
fyrir braglist sína og íþrótt, óskað mér þeirrar eldlegu
gáfu; og þó kýs ég heldur að vera röskur sláttumaÖur og
hlutgengur til bændavinnunnar en það, að vera skáld, sem
nauðaði um styrk eða fengi vini mína til þess. Heldur vil
ég aka skarni á hóla og hirða gripi en þjást af bitlinga-
kveisu“.
Og að lokum segir hann: ,,Ég hefi tekið mér tóm-
stundir til lesturs og skrifta á vetrum; notadrýgst hafa
mér orðið skammdegis-kvöldin . . . Því er mér hlýrra
til vetrarins en flestum öðrum . . . Sjálfráður gerðist ég
bóndi, og hafi ég vilst með valið, verð ég sjálfur af því
seyðinu að súpa. „Stóri, vondi vöndurinn“ — erfið lífs-
kjör — hafa knúið sögurnar mínar til lífsins. Hefði heim-
urinn brosað blítt til mín oftast, mundi mér hafa orðið
gjarnara að horfa þangað og nokkuð sparari á penn-
ann . . .
Skáldin skulu bera sig vel í hverri raun, kveða karl-
mannlega, líkt og Gísli í hinzta sinn; kveðja lífið og lífs-
fagnaðmn óskelfdir. Svo var í fornöld, og samir vel enn-
þá fyrir afsprengi þeirra og arftaka gáfunnar“.*)
Þá er loks að geta þýðinganna.
Þorgils þýddi nokkrar smásögur og eina ritgerð fyrir
Bjarka, 1896. Sögurnar eru: „Eftir syndafallið“ (6.
ág.), „Hanskarnir“ (20.ág.), „Sýrenublómin“ (27. ág.)
og „Rósa frænka“ (10. sept.), allar eftir franska höf-
undinn Marcel Prévost, en greinin er: „Mannguðir á
*) Aðrar blaðagreinar, sem hér er að engu getið, eru í
Bjarka, 10. des. 1898, Gjallarhorni, 29. marz, 1. apríl 1905,
Norðra, 18. jan. 1907, Gjallarhorni, 28. ágúst, 5. okt. 1905,
Norðra, 14. febrúar 1908, Ingólfi, 12., 26. jan. 1908, Gjallar-
horni, 16. jan. 1911, 28. marz 1911, 10. jan. 1912 og Tímanum
2. júní 1917.