Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 37
iðunn
Þorgils gjallandi.
31
eynni Japan“, eftir Lafcadio Hearn (24. sept.), „laus-
^ga þýdd eftir Kringsjaa“. Þá þýddi Þorgils annan flokk
af smásögum fyrir Gjallarhorn, 1904—05. Er þar fyrst
telja þrjár sögur eftir Jónas Lie: „Bylgja“, æfintýr
(20. okt. 1904), „Toppa“ (4. nóv. 1904) og „Það
^ngar meðan garnið endist“ (11. nóv. 1904). Áður er
getið smásögu eftir Jónas Lie, sem Þorgils þýddi fyrir
Óýravininn; hafði Þorgils miklar mætur á Lie, og svipar
þnim saman um málsmeðferð og efnis. — 1905 komu
1 Gjallarhorni smásögurnar: „Pérri“, eftir Paul Féval
27. jan.), „Liðhlaupinn”, eftir A. Daudet (10. febr.)
°g „Fyrirmyndin mín — Suma.-ninning pentarans“„
eftir P. K. Rosegger (2. og 8. júní 1905). Loks þýddi
^orgils í félagi við S. B. „Óðalsbændur* ‘, sögu úr norsku
þjóðlífi eftir Edvard Knudsen; kom sú saga fyrst út í
..Norðra“ (19. jan. 1906 og áfram), en síðar í bókar-
Wmi (Akureyri 1906).
Vera má, að mér hafi sést yfir hitt og annað, en ég.
v°na, að það sé ekki neitt markvert, enda hægt um vik
að bæta úr því, þegar út kemur framhaldið að ritum
^orgils gjallanda. Væri betur, að þess yrði ekki langt
að bíða.
Stefán Einarsson.