Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 38
Forboðnu eplin.
Stundum verða árekstrar með mönnum, sem stafa
blátt áfram af mismunandi lífsháttum og venjum eða þá
af misjöfnum viðhorfum; en slíkir árekstrar geta orðið
býsna nöturlegir, þegar svo ber undir.
Það var ekki af neinu ræktarleysi sprottið, þó að frú
Arngerði, prestskonuna ungu í Hólmafirði, setti hljóða,
þegar maðurinn hennar stakk upp á því, að þau byðu
Þorbergi, föður hennar, til sín í ellinni, eftir að hann
var orðinn ekkjumaður og, að því er ætla mátti, hálf-
gerður einstæðingur, á fjörru landshorni — austur í
Mávavogum. Nei, þetta stafaði ekki af artarleysi, held-
ur ugglaust miklu fremur af því, að frú Arngerði grun-
aði einmitt þessa árekstra.
„Æi, ég veit varla, hvort við ættum að stíga það spor
ótilkvödd“, mælti frúin hljóðlátlega, eftir nokkra þögn.
„Því þá ekki, góða mín, fyndist þér ekki einmitt við-
eigandi, fyndist þér ekki bæði fallegt og í rauninni okk-
ur skylt, að bjóða nú föður þínum hingað vestur?“ sagði
séra Hannes.
„Það má vel vera — en þó •—“.
„En hvað? yndið mitt, þætti þér þetta ekki nánast í
anda þess göfuga leiðtoga, sem ég — sem við bæði
viljum að sjálfsögðu þjóna og breyta eftir?“ mælti prest-
urinn, og hann leit ástúðlega, en jafnframt dálítið undr-
andi til konunnar sinnar.
„Jú, en sumt er öðruvísi þar. Ég veit ekki, hvort —
hvort þið ættuð fyllilega skap saman“, sagði frúin.
„Fólkið heima er atorkusamt og duglegt að bjarga sér,