Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 40
34
Forboðnu eplin.
IÐUNN
í huganum; þacS var mecSal annars frjósemin, þessi vilta
frjósemi, sem gat orðið heimilunum beinlfnis andstyggi-
leg og óþolandi, þegar svo bar undir. Sumir, sem þar
áttu hlut að máli, voru henni ekki óskyldir.
í höfuðstaðnum dvaldi hún fyrst hjá móðursystur
sinni, roskinni ekkju, sem hugðist mundu styrkja hana
til einhvers náms. En eitt er það, að geta altaf átt volgt
á könnunni handa gestum og gangendum, — annað, að
eiga að leggja fram ríflegar fjárupphæðir öðrum til
menningar eða frama. Hún klauf það ekki, kerlingar-
auminginn, þegar til kom, og fram af því kom hún svo
Arngerði fyrir í vist í góðu og virðulegu húsi.
Og þar hafði svo cand. theol. Hannes Kjartansson
fundið hana í forstofugangi fáum mánuðum síðar. Já,
segja verður hverja sögu eins og hún gengur; hann
hafði einmitt fundið hana að gólfræstingum í löngum og
mjóum forstofugangi, þar sem Ieið hans lá um. Að
þessu var honum engin vansæmd, heldur þvert á móti;
hann hafði sem sé þegar í stað séð fegurð hennar og
manngildi gegnum skráp fremur óþrifalegrar erfiðis-
vinnu. Og það hefir sjálfsagt ýmsu öðru fremur hjálp-
að íslendingum gegn andviðrum aldanna, eða átt drjúg-
an þátt í að verja kynstofninn hrörnun, að þeir hafa
aldrei látið afgirðast í fordómum stéttaþóttans, heldur
hefir heilbrigð sjón og hentisemi jafnan fengið mestu
að ráða um ástir og ættatengsl. — Hann hafði vita-
skuld aðeins boðið góðan dag að þessu sinni og haldið
síðan leiðar sinnar, eins og ekkert hefði í skorist. En
það mátti einu gilda, sáning hugans var fullkomnuð,
þessi aídrifaríka sáning, sem alt hitt, er á eftir fór, hafði
síðan sprottið af.
Og alt fór þetta eins og hann hafði búist við: Eftir
að Arngerður hafði verið leyst frá störfum sléttrar þjón-