Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 41
IÐIJNN
Forboðnu eplin.
35
Ustustúlku og eftir að fram hafði farið fárra mánaSa
tilsögn í róssaumi, dönsku og organleik, þá brauzt hún
líkt og sól fram úr skýþykni og skein og ljóma'ði af
kvenlegum yndisþokka.
Fyrstu misserin eftir að þau trúlofu'ðust dvöldu þau
enn í höfuðstaðnum, en um það leyti, sem þau giftust,
var séra Hannes settur prestur í Hólmafirði, og þar náði
hann skömmu síðar kosningu með yfirgnæfandi atkvæða-
n^agni. Þau höfðu nú dvalið þarna um þriggja ára skeið,
nttu heima í kauptúninu og bjuggu í snotru húsi vestast
í þorpinu. Þau voru einkar híbýlaprúð og vönduðu mjög
til allrar framgöngu, enda átti séra Hannes til þeirra að
telja í höfuðstaðnum, er svo voru gerðir. Og að því er
Atngerði snerti, þá hafði hún haft stórmikið gagn af
Veru sinni syðra og reynzt afarnæm fyrir öllum menn-
mgaráhrifum.
Þau héldu eina þjónustustúlku, sem Guðbjörg hét og
*ttuð var þarna úr firðinum, — fertugan dugnaðar-
^venmann, sem annaðist nærfelt öll húsverkin og mjólk-
a^i kúna í tilbót. Auk þessa höfðu þau fáein hænsni og
SVo emn kött, vegna músa f kjallaranum, en þá var upp
talið, og þannig var, í skemstu máli sagt, högum þeirra
náttað._______
Það sýndi sig einn sólfagran dag um vorið, að bréf
Sera Hannesar hafði komist til skila, þótt um langvegu
v*ri að sækja. Strandferðaskipið var komið, og Þor-
^ergur karlinn úr Mávavogum skálmaði upp bryggjuna
1 Hólmafjarðarþorpi og tók sér þegar í stað leiðsögu-
niann til prestshússins. Hann klyfjaði hinn gæflynda
yigdarmann með grænu kofforti og hverfisteini, en
Sjfur bar hann poka mikinn og svo byssu sína, gamlan,
ryðgaðan framhlaðning, sem virtist sízt til stórræða fall-
mn.
3*