Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 43
iðunn
Forboðnu eplin.
37
„Jæja, þá er maður hingað kominn, og gefðu mér
nú blöndusopa að drekka, telpa mín“, sagði Þorbergur.
„Blöndu á ég því miður ekki, en mjólk geturðu feng-
ið eða þá vatn“.
„Já, skárra held ég þá að vatnið sé að skömminni
bl , anzaði Þorbergur.
Frúin brá sér fram. En í þessum svifum komu upp
munntóbaksdósir hjá Þorbergi, og þegar presturinn sá,
að hverju fór í því efni, fylgdi hann þegar á eftir konu
sinni.
Að vörmu spori komu svo hjónin aftur og vinnukon-
an í kjölfari þeirra. Séra Hannes var tómhentur, en
stýrði þó förinni af þögulli forystu, frú Arngerður hélt
a vatnsflösku og glasi, en Guðbjörg hafði meðferðis
brákadall inn.
Einmitt það! Sá hlutur var bersýnilega krafa, sem
beint var að Þorbergi. Það var fyrsta krafa heimsmenn-
mgarinnar til hans í þessu hefðarhúsi, það duldist hon-
ekki. En ekki var nema rétt að láta að sanngjörn-
Uri óskum, að svo miklu leyti sem hægt var að koma
við eða eftir varð munað í framkvæmdinni.
„Sæl, stúlka mín“, sagði Þorbergur og heilsaði Guð-
bjÖrgu.
Hún tók kveðju hans, en hvarf þegar út úr stofunni.
En svo var þó, sem hún hefði óafvitandi hnýtt gamla
nianninum hugsanasamband, því hann tók svo til orða:
„Það var stúlka þarna á öðru farrými á strandferða-
skipinu, þeir kölluðu hana skipsjómfrú; hún bar snjó-
bvíta svuntu og var í pilsgopa, sem nam við hnén eða
btlu neðar, — nema á þeirri stúlku eru held ég ein-
bverjir þriflegustu kvenmannskálfarnir, sem ég hef
séð“.
„Nú-já, — en annars engin tíðindi?“ sagði presturinn.