Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 47
iðunn
Forboðnu eplin.
41
„Ekki að jafnaði, við erum að sönnu kjötlítil á vorin
°g eins fyrri part sumars, en naumast úr því“.
„Jæja, ketlítil, einmitt það, eruð ketlítil, börnin góð,
°g t>ó-------Kantu ekki að fara með byssu?“ spurði
Þorbergur og brosti drýgindalega.
Nei, það kunni presturinn ekki, sem einu gilti eða bet-
ur fór, lá honum við að segja, en lét þó ósagt, því hann
vildi ekki að nauðsynjalausu styggja burtu hið íbyggna
sigurbros þessa frumstæða eljumanns.
Innan stundar var svo staðið upp frá borðum, og fram
af þessu endaði síðan dagurinn fyrir þeim, endaði til-
tölulega vandræðalítið, þrátt fyrir nokkra skrykki, sem
stöfuðu af menningarlegu misræmi og á bar að líta með
naergætni og fullkomnum skilningi. ■—
Dagurinn næsti hófst á Númarímum, og þótti séra
Hannesi sannast að segja nóg um sönglistina uppi á loft-
’nu, enda þótt hann yrði nauðugur viljugur að viður-
knnna með sjálfum sér, að saklaus væri í raun og veru
þessi kynlega, þjóðlega skemtun, þótt hún gerðist nú í
meira lagi hjáróma við söngmentir hins nýja tíma. En
það var góðra gjalda vert, að karlhlunkurinn virtist þó
vera gleðimaður, hvað sem öðru leið. Og engan veginn
var örvænt um það, að beina mætti háttum hans inn á
braut nokkurrar siðfágunar seinna, með prúðu eftirdæmi,
skilningi og þolinmæði. —
Þorbergur var um margt einn af þessum mætu mönn-
Ulu, sem þjóðin má sízt af öllu án vera, hann brann af
starfsfýst og áhuga og vildi fyrir hvern mun verða að
liði. Hann hafði nú komist að raun um það, að þetta ein-
yrkjaheimili vanhagaði um sitt af hverju og þurfti á ýms-
uru handarvikum að halda. Og því var það þennan dag,
að afloknum miðdegisverði, að hann sagði við dóttur
sína: