Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 48
42
Forboðnu eplin.
IÐUNN
„Það er nú, eins og þú þekkir, Gerða mín, að ég kann
illa við iðjuleysið þegar til lengdar lætur, enda hef ég
lítið vanist því um dagana“.
„Já, það veit ég þú segir satt, og mér þykir verst að
ég held þér leiðist nú hérna hjá okkur, því fátt verður nú
til að starfa, eins og gengur hjá þeim, sem ekki reka
eiginlegan búskap“, sagði frúin.
„Og alstaðar má finna sér eitthvað til dundurs eða
dægrastyttingar", sagði Þorbergur. „Ég var hálfpartinn
að hugsa um að biðja þig að lána mér pokasnigil, hann
þarf ekki að vera stór eða merkilegur“.
„Hvað ætlarðu að gera við poka?“ spurði frúin.
„Mig langar til að róla út með fjörunum að gamni
mínu og vita hvað ég finn af mori“. — Og undir því-
líku yfirskyni fékk Þorbergur léðan pokann og hvarf
á braut.
En það var sem eldingu lysti niður í prestshúsinu lið-
ugum tveimur klukkustundum síðar, og þar varð nötur-
legri siðferðilegur árekstur heldur en nokkurn hefði get-
að órað fyrir á þessum hlýja, sólglaða vordegi.
Þorbergur hratt upp stofuhurðinni og hvolfdi úr pok-
anum inn yfir þröskuldinn. — „Hérna er ögn af keti,
börnin góð“, mælti hann og brosti ljúflátlega um leið og
hann hallaði frá sér byssunni upp að dyrastafnum.
Úr pokanum ultu fjórar æðarkollur og tveir blikar.
Frú Arngerður sat hreyfingarlaus og höggdofa, en
presturinn spratt upp af stólnum, eins og hann hefði
orðið fyrir tundri.
„Hvernig ber að skilja þetta? — Þú — þú dirfist að
færa slíkan feng inn á heimili okkar“, mælti hann skjálf-
andi röddu.
Þorbergi duldist ekki æsingin, en greip þó ekki full-
komlega tilefni hennar að svo stöddu. — „Tók ég ekki