Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 49
I3UNN
Forboðnu eplin.
43
rétt eftir því í gærkvöldi, að þið væruð ketlítil á vorin
°g eins fyrri part sumars?“ sagði hann.
.,Jú, en meiningin er samt sem áður að reyna að kom-
ast hjá því, með guðs hjálp, að leggja okkur til munns
stolið kjöt eða með nokkurum hætti rangfengna fæðu“,
íttælti séra Hannes.
Og þarna störðu þeir hvor á annan, eins og þeir biðu
bess með öndina í hálsinum, að gagnkvæmur skilningur
slægi brú yfir djúpið; en bilið var mikils til of breitt.
„Nú, já, aldeilis rétt, ætli ég fari ekki nærri um, hvað
fyrir þ ér vakir“, sagði Þorbergur um síðir. ,,En ég get
Sagt þér það, lagsi, að við skjótum þessar lóur alveg
vafningalaust í minni sveit. Það veizt þú, Arngerður, að
eg segi satt. Það gera allir, það gerir Sveinbjörn í Vör-
um jafnt og hinir, oddvitinn, líttu á; það gerir Gvendur
a Minna-Sandi, það gerir —“.
„Fáðu mér pokann“, mælti presturinn stuttlega, og
hann fór að tína fuglana upp af gólfinu. „Þessu skal ég
fyrir koma — einn — fæ mér skektu í kvöld — tveir —
r0e fram á fjörðinn — þrír — hefi með mér snærisspotta
fjórir — og góðan stein — fimm — og þeim skal
öllum sökt verða — sex“.
Þá varð Þorbergi orðfall; þetta var þvílíkur gikks-
háttur af tómthúsmanni, sem engu tali tók, þetta var ein-
^vers konar siðferðilegur rosti, sem var sýslumönnum
e>num samboðinn, þetta var kergja, sem gat verið skilj-
anleg hjá varpbændum og dúnkýfingum, en ekki var
annað en rembingur og endileysa hjá fólki, sem engra
sérhagsmuna átti að gæta. Hann hafði, meira en svo, tek-
ið eftir varplöndunum á innsiglingunni í gær: hólmi við
Eólma inn endilangan fjörðinn; og einmitt þess vegna
hafði hann fengið léðan pokann, sér í lagi af því, að
þetta var um hávarptímann. En í Mávavogum fóru menn