Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 51
IÐUNN
Forboðnu eplin.
45
litlum eimi byrgðrar andúðar inn í hugskot Þorbergs
gamla, því honum gat ekki dulist, hvað undir sló. Hann
vissi það til dæmis mæta vel, að til þess mundi ætlast,
að hann færi að föndra við gaffal eða pentudúk að
hætti hinnar nýju heimsmenningar. En hann hafði ekki
ráðist til Hólmafjarðar til að glata þar sérskoðunum
sínum eða sjálfstæði upp á nokkurn handa máta.
Hann hafði einatt lifað þróttugu og sjálfstæðu lífi, —
hafði, að kalla mátti frá barnæsku, dregið gullið úr
greipum Ægis, hvað fast sem á móti var haldið. Hann
hafði storkað stórviðrum og særóti og ekkert látið á
sig bíta. — Aftur vissi hann ekki til þess, að hann hefði
nokkru sinm ásælst tíeyrings virði, sem á varð séð ein-
hver eignarheimild annara manna. En hitt var satt, að
hann hafði sópað til sín öllu ómerktu smælki náttúrunn-
ar og ekki hlíft neinu þarflausu fjaðraspjátri, hafði skot-
ið bæði máva og svani, ef svo bar undir, og auk þess
stútað þeim æðarkollum, sem urðu á vegi hans — ekki
séð á þeim eyrnamarkið, á ekkí.
Og hann hafði sannast að segja þurft þess með að
hafa úti spjótin öll um aðdrættina, því ellefu börn hafði
hann getið við konu sinni og komið þeim öllum fram
til fermingarprófs og sumum spölkorni lengra, áður en
veröldin eða vinnumenskan tóku við þeim.
H i n voru fjögur, eða þó öllu heldur fimm, ef alt
skyldi talið, — og að sönnu hafði hann haft minni
þyngsli af þeim nórum, enda hafði hann einatt litið svo
a, að hraustum og duglegum kvenmönnum væri vorkunn-
arlítið að hafa ofan af fyr ir einu barni í bland. En samt
hafði hann að staðaldri hjálpað þeim barnsmæðrunum,
sem til varð náð, um ókeypis soðningu, þegar á sjó gaf
óða nokkur tök voru til.
Gerða — Arngerður var skilgetin. Hann vissi, að hún