Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 53
iðunn
I orboðnu eplin.
47
hann — þá skal selurinn sá arni á mararbotn, hann skal
sömu leiðina og —
En lengra komst hann ekki, því að þá öskureiddist
Þorbergur og lamdi bumlungshögg í eldhúsborðið: „Skal
hann sömu leiðina, segirðu? Ekki verður nú neitt úr
því, lagsi. Hann skal í þig, helvítið þitt, hann skal í þig“.
Og Þorbergur var ekki árennilegur þessa stundina,
því hann dró flugbeittan hníf úr pússi sínu, risti fyrir á
selnum og tók að flá hann á eldhúsborðinu. í þetta sinn
ætlaði hann að ráða, að þessu sinni skyldu allir ótíma-
bærir siðferðiskeipar fá að lúta í lægra haldinu, því að
svo fráleit sem fuglafriðunarlögin voru, þá voru þó sela-
friðunar-reglugerðir sýnu vitlausari, að hans áliti; þessi
botnlausi samsetningur, sem fyrst og fremst gilti aðeins
á smáblettum á landinu og storkaði gervöllu réttlæti eins
og framast mátti verða, þessi stöku ójafnaðarlög, sem
virtust til þess gerð að kýla vömb stórbændanna á kostn-
að tómthúsmanna, sem þau bægðu frá öllu bjargræði.
Þessi þokkalegu dýraverndunarlög, sem gerðu sér að
kappsmáli að kvelja selina og kæfa þá í netum, í stað
þess að unna þeim skjóts og hreinlegs dauðdaga af skoti
í krúnuna.
Og þarna stóð vinnukonan, Guðbjörg Marteinsdóttir,
rjóð og glampandi af stríðsmóði: Hvernig endaði þetta?
spurðu augu hennar. Ósjálfrátt hafði henni einatt get-
ist að mönnum, sem stóðu fast á sínum málstað og höfðu
sitt fram, líkt og Vfga-Styr eða aðrir forfeður vorir í
fornsögunum. Endaði? — Þetta endaði á þann veg, að
séra Hannes hopaði í bili fyrir öldungis ótilhlýðilegri
framkomu þessa villimanns og dró sig inn í stofuna.
Innan stundar hugðist hann mundu taka til sinna ráða.
En einhvern veginn varð þó aldrei neitt úr því, að sel-
skrokknum væri tortímt, eins og til hafði staðið, heldur