Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 54
48
Forboðnu eplin.
IÐUNN
var hann matbúinn í kyrþey og síðan etinn tiltölulega
óánægjulaust.
Og nú fóru í hönd nokkru ánægjulegri dagar, og vor
var í lofti, einnig að vissu leyti í huga Þorbergs gamla.
Hann gat gjarnan látið forboSnu eplin afskiftalaus í
þessu einstrengingslega plássi, og sjálfsagt var að vinna
það til friðar og samlyndis. Hins vegar hafði ágengum
mönnum enn sem komið var láðst að taka sér einkarétt
á teistum og svartfuglum með tilstyrk löggjafarinnar,
svo ekki var hægt að banna honum að skjóta það dót,
enda gat hann ekki á sér setið f því efni, þegar frá leið.
Helzti ókosturinn á þeim veiðiförum var sá, að elta
þurfti þetta fjaðra-smælki undir árum út um allan sjó,
þar sem það stakk sér og skrattaðist og hafði í frammi
öll hugsanleg undanbrögð. — En vel voru teisturnar
þegnar, eftir að tekist hafði að handsama þær, bæði af
hjónunum, en einkum þó af Guðbjörgu, sem bæði var
fuglavinur og þó sér í lagi fuglaketsvinur.
Guðbjörg var hin mesta dugnaðar- og þrifnaðar-
stúlka, og það var hnellinn kvenmaður, ekki var hægt
að segja annað. Hún var nokkru betur en fertug, svo
erfitt var að skilja, hvað mennirnir ætluðust fyrir, að
því er hana áhrærði. En það þorði hann að segja, að í
Mávavogum hefði ekki þvílík stúlka, sem Guðbjörg var,
verið látin ganga lausbeizluð til lengdar, enda þótt hún
væri ekki smáfríð eða dömuleg, sem svo var kallað. En
þarflaust var líka að hugsa mikið um þess háttar hégóma;
mestu skifti, að manneskjurnar stæðu sig í lífsbaráttunni,
þyldu hnjaskið og væru líklegar til að skila af sér traust-
um kynviðum. — Stúlkan var stólpagripur, það var hún,
og hann kallaði Gerðu stálheppna að hafa náð í þvílíkan
röskleika-kvenmann sem hún var; því í allri aðgerða-