Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 55
IÐUNN
Forboðnu eplin.
49
leysis ládeyðunni á þessu heimili fanst honum þó sem
helzt gengi eitthvað undan henni.
Og dagarnir þokuðust þetta áfram, fremur atburða-
og tíðindalitlir dagar að sönnu, en Þorbergi þó að mörgu
leyti þægilegir dagar, því eftir að líða tók á sumarið, þá
undi hann sér nú í raun og veru betur, þó að frelsið væri
ýmsum takmörkunum bundið.
Og notinvirkur reyndist nú karlsauðurinn og þarfur
naaður á margan hátt á þessu fáliðaða heimili, altaf var
hann eitthvað að bjástra. Hann tjargaði til dæmis þak-
ið á fjós-skúrnum; hann stakk upp mó úti í mýrunum,
sem hann þurkaði síðan og kom undir þak; hann lapp-
aði við hænsnastíuna, og hann drekti kettinum, sem orð-
inn var gamall og liðónýtur til alls, — útvegaði síðan
annan ungan kött og upprennandi. Ekki taldi hann held-
ur eftir sér að mala kaffið eða reyta svartfuglinn fyrir
vinnukonuna, og yfirleitt aðstoðaði hann Guðbjörgu að
mörgum smávikum bæði í kjallara og á efsta lofti. En
hrosshár vann hann hins vegar ekki á þessu heimili, það
"var tilgangslaust.
Séra Hannesi duldist ekki, að Þorbergur gamli var vel
verki farinn og sá, að hann dyttaði að öllu, sem aflaga
fór, utan húss sem innan. — Á hinn bóginn fann og Þor-
bergur, að presturinn var í raun og veru vænsti maður,
og að því leyti sem honum var sjálfrátt vildi hann ekk-
€rt gera þessu heimili til miska. — Og það skyldu þau
nú sanna, hjónin, ef hann ílengdist, að betur mundi kýr-
m verða hirt á komandi vetri en verið hafði undanfar-
ið, þegar hún komst ekki, að sögn, nema í átta merkur;
slíkt gat naumast stafað af öðru en vanhirðingu eða
þekkingarskorti, og þar kom fleira til greina en hey-
gjöfin ein.
Um nokkurra vikna skeið benti þann veg margt til
Iöunn XIX 4