Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 56
50
Forboðnu eplin.
IÐUNN
þess, að þeir mundu verða sæmilega ásáttir, tengdafeðg-
arnir, eftir því sem við gat verið að búast um tvær gagn-
ólíkar kynslóðir.
Já, um nokkurt skeið, að segja. — En svo kom það
fram, að undarlegar viðsjár voru að grafa um sig undir
þessu áferðarslétta yfirborði. Þetta birtist smám saman
í sívaxandi ókyrð á heimilinu. Það var stundum engu
líkara en að allir væru á glóðum, — út af tómum smá-
munum þó, vitaskuld, eða svo til. Að sönnu kom þar
sitt af hverju til greina, en Þorbergur vissi svo sem mæta
vel, að það var meðal annars eitt hurðarófétið uppi á
loftinu, sem magnaði þessa tortrygni og kom öllu illu til
leiðar, — hurðin marraði nefnilega og ýskraði á hjör-
unum, hverra bragða sem í var leitað. Og fyrir þær sak-
ir grúfði svo þessi kynlega, harmsára þögn yfir dög-
unum.
Og þetta hafði í rauninni ekki nema fárra vikna að-
draganda, þá brast ofviðrið á, og með þeim afleiðing-
um, að — Þorbergur ílentist ekki í þessu héraði.
Því þegar liðið var nær að haustnóttum, þá var það
sem sé dag nokkurn um miðaftansleytið, að strand-
ferðaskipið brunaði út Hólmafjörð. Þorbergur var þar
innanborðs og stóð við aftursigluna hjá farangri sínum:
pokanum og byssunni, koffortinu og hverfisteininum,
þessum gjörslitna, elligræna hverfisteini, sem öllum var
sjálfsagt hrein ráðgáta, hvert erindi að átt hefði þenn-
an mikla veg, frá Mávavogum til Hólmafjarðar og síð-
an aftur nú frá Hólmafirði til Mávavoga.
Því nú var Þorbergur gamli á heimleið; og þannig
stóð á ferðum hans, að um það leyti, sem hann fór að
una sér þolanlega í hinum nýju heimkynnum, komst þar
alt í uppnám. Hann gat naumast gert upp á milli þeirra
Gerðu og séra Hannesar, hann treysti sér engan veginn