Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 57
IÐUNN
Forboðnu eplin.
51
til að leggja úrskurð á það, hvort þeirra lét ólmlegar,
eftir að þau þóttust sjá með fullri vissu hin nýju veðra-
merki. Hann mundi ekki nema ofurlítil slitur úr harma-
tölum séra Hannesar: Þeir bæru ekki giftu til samþykk-
is, því miður; mundu verða að neyðast til að slíta sam-
vistunum, — já, neyðast til, eða eitthvað í þá áttina. —
Gæti ekki varið það, sem nú væri fram komið, eða virt-
ist að minsta kosti í aðsigi. — Glósaði náttúrlega um
Guðbjörgu og þau. — Gæti ekki varið það, því miður,
hvorki fyrir sjálfum sér eða öðrum.
Nei, ekkí, hann gat ekki varið það. En þá var þó þessi
varnagli sleginn mánuði of seint eða þar í kring.
Að sönnu þótti honum þetta hálfslæmt, Gerðu vegna.
Því óhjákvæmilega hlaut driffjöðrin á þessu daufláta
heimili að teppast eitthvað í starfi sínu, þegar þar að
kæmi. En þegar frá liði, aftur á móti, og sársaukanum
tæki að svía, þá gat þetta orðið hjónatetrunum til
ánægju, ef þau tækju nú mannlega á móti. Tarna lífg-
aði upp í húsinu, ekki trúði hann öðru. Og engin telj-
andi þyngsli gátu að þessu orðið fyrir bjargálnaheimili,
fari það kollótt. —
Hólmar og vogar virtust hoppa og dansa á útsighng-
unni, það gerði skriður skipsins. — Þetta hérað bauð
annars af sér bezta þokka, og hér mátti ugglaust kom-
ast áfram með dugnaði og útsjónarsemi, því fjörðurinn
moraði af lífi. En fólkið virtist Þorbergi fremur dauft
og einstrengingslegt. — Og þegar hann leit nú yfir þetta
staka ferðaflan sitt til Hólmafjarðar, þá fanst honum er-
indið smátt og endirinn snubbóttur. Hann hafði aðallega
tínt saman teistur og dyttað að smámunum; það kom
sér hvorugt illa. En ávirðinganna mundi að líkindum
verða minst öllu lengur, því þannig var veröldin gerð.
Hann hafði stútað fáeinum æðarfuglum og skotið einn
4*