Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 64
58
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
Það var ekki fjarri sanni að líta á þessar stéttir sem
kjarna þjóðarinnar. Dugandi starfsmenn, heiðarlegir,
skylduræknir og sæmilega stæðir efnalega. Sparifé sitt
geymdu þeir í banka, en f hjarta sér höfðu þeir varð-
veitt hina keisara-þýzku lífsspeki og svarið landsföð-
urnum ævarandi hollustu. Þetta fólk hafði mótast á
áratugunum eftir 1870, feður þess höfðu vaxið upp í
sigurvímunni, sem tengd var nöfnunum Sedan og París.
Þessir virðulegu herrar Miiller og Meyer, eða hvað þeir
nú hétu, voru ágætir ,,lærdóms-filistear“, einmitt af
þeirri tegund, sem Nietzsche, í riti sínu um D. F. Strauss,
hafði sagt stríð á hendur og hætt og spottað, að vísu
með litlum árangri. Af einberri skyldurækni lásu þeir
hinar sígildu bókmentir frá Weimar-tímabilinu, Goethe
og Schiller, dáðust jafnvel að þeim, af því að þeim
hafði verið kent í skólunum, æðri sem lægri, að þessi
skáld væru aðdáunarverð. Þeir vitnuðu í Faust og
Wallenstein af því að það heyrði nú einu sinni til og
sönnuðu með því ótvírætt, að þeir áttu heima í hinni
mentuðu yfirstétt. Aldrei kom þeim í hug efi um það,
að í Þýzkalandi Vilhjálms II. væri vaxtarbroddur vest-
rænnar menningar — að þýzka þjóðin væri hafin á
það hæsta stig vitsmuna- og siðferðisþroska, er sagan
gæti um. Á milli Weimar og Berlínar var í vitund þeirra
engan veginn neitt djúp staðfest. Það Þýzkaland, sem
hafði Siegesallee að tákni og sigurgyðjuna, sem gnæfði
yfir Brandenburger Tor, stóð bara einu þrepi ofar í
stiga þróunarinnar en hitt, sem ól þá Goethe og Schill-
er, Lessing og Kant. Þeir Múller og Meyer voru ein-
lægir aðdáendur þessara miklu höfunda, það vantaði
ekki. En þar fyrir dáðust þeir ekki minna að keisara
sínum, þegar bifreiðin hans kom brunandi eftir Unter
den Linden og Siegfried-marzinn þrumaði yfir torgin.