Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 66
60 Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IDUNN
verki. Sjöunda daginn dýrkacSi það sína rómantík,
dreymdi um hetjudáðir og safnaðist að drykkjuborð-
inu á kvöldin til þess að ræða viðfangsefni dagsins og
tímans. Með þessum hætti var leyst með prýði vanda-
málið það, að þjóna bæði guði og mammoni.
Ef til vill hið mest áberandi einkenni þessa fólks var
pólitískur og félagslegur vanþroski þess. Þessir virðu-
legu og vammlausu borgarar, sem bjuggu í þokkaleg-
um íbúðum, við snotur og þægileg húsgögn, voru
grandalausir um þau öfl, sem unnu sitt verk í djúpum
þjóðfélagsins og einn góðan veðurdag myndu sprengja
það í loft upp. Enginn hafði kent þeim að gefa gaum
að straumum tímans eða hlera eftir átökunum milli hins
gamla og nýja undir yfirborðinu. Þeim var ekki ófrið-
ur í hug — síður en svo. Þeir kunnu vel að meta frið-
inn og sfna tryggu afkomu. En það var yndislegt að
láta sig dreyma um horfnar og komandi hetjudáðir
hinnar ósigrandi þýzku þjóðar. Keisarinn hafði oftsinn-
is kunngert þeim friðarhug sinn — að vísu oftast með
sverðaglamur að undirspili — og þeir trúðu á friðar-
mál hans af heilum hug. En eigi að síður voru þeir full-
ir aðdáunar á hinum glæsta og þróttmikla þýzka her,
sem þeir efuðust ekki um að væri þess um kominn að
búa erfðafjandanum Frakklandi nýtt Sedan, hvenær
sem hagsmunir eða heiður Þýzkalands (hin siðræna for-
sjón, með öðrum orðum) krefðist þess.
Kjarni þessara stétta og sá flokkur manna, er mest-
an svip setti á andlegt líf Þýzkalands á keisaratímabil-
inu, var, eins og vænta mátti, mentamennirnir. Þýzka-
Iand var, og ekki að ástæðulausu, upp með sér af vís-
indum sínum og mentunarástandi yfir höfuð. Þýzkir
vísindamenn hafa verið eljusamari og djúpsærri en
flestir aðrir, og skerfur sá, er Þýzkaland hefir lagt til