Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 71
IÐUNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
65
sem alt of fáir hafa þó áttað sig á: Þjóðfélagsstétt, sem
er á niðurgöngu, lendir æfinlega út í æfintýra- og stað-
leysu-pólitík. Hún kann að fjandskapast við jbá, sem of-
an á fljóta og auðga sig á hennar kostnað. En ekki
nóg með það. Jafnframt ýfist hún við þeim, sem hana
af eðlishvöt grunar, að fyrir henni liggi að deila kjör-
um við. Þetta kann að þykja fjarstæðukent, en er eigi
að síður rétt. Hver kannast ekki við smámannlega and-
úð og fyrirlitningu flibba-öreigans á hinum flibbalausu
þjáningarbræðrum sínum?
Miðstéttin þýzka, sem var farin að stynja undir fargi
stór-auðmagnsins, varð eðlilega fjandsamleg auðvald-
inu, en jafnframt magnaðist andúð hennar á öreiga-
lýðnum, sem hún var að síga niður í. Vígorðið niður
með Marxismann, sem þessi pólitískt vanþroska stétt
hafði nauðalítinn skilning á, hvað í fólst, varð að til-
finningaheitu tákni fyrir óbeit hennar á að deila kjör-
um við öreigana, alveg með sama hætti og vígorðið
niður með mangaraauðvaldið varð sams konar tákn
fyrir hatur hennar á þeim öflum, sem ofan frá þrýstu
henni niður í svaðið.
Hin félagslega vanmáttarkend, sem hlýtur að alast
með hverri kúgaðri stétt, varð á einn eða annan veg
að leita sér uppbótar og yfirbótar. Verkamaðurinn hef-
ir þegar fyrir löngu fundið leið til að bæta sér þetta
upp. Sú leið liggur gegnum stéttarvitund hans eða stétt-
vísi. Sem einstaklingur býr hann við þröngan kost og
nýtur lítillar virðingar, starf hans er leiðinlegt og van-
nietið. En meðvitundin um að heyra til fjölmennri og
voldugri stétt, sem á framtíðina og hefir merkilegu
sögulegu hlutverki að gegna, bætir honum upp hvers
konar böl. Hann veit, að hans stétt er undirstaða hvers
þjóðfélags og að hann getur stöðvað öll hjól, ef honum
Iöunn XIX 5