Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 72
66
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
býður svo við að horfa. Það er hans stétt, sem er kjör-
in til að steypa af stóli hinum ranglátu íhaldsöflum og
byggja upp hið nýja samfélag. Þótt hann sé snauður
og lítils metinn undir nuverandi skipulagi, þótt hann
búi við sult og seyru, þá geymir hann eigi að síður
konungshringinn undir hversdagsburunni. í vitundinni
um þetta finnur hann styrk og meinabót. Oreigi verð-
ur honum sæmdarheiti. ,,Ef það er skömm, þá er
skömmin ei vor“. Eg sit að vísu skuggamegin í þessu
rangsnúna þjóðfélagi, hugsar verkamaðurinn, eg er
fórnarlamb miskunnarlausra auðvaldshagsmuna, dæmd-
ur til að selja starfsorku mína þeim, sem bezt býður,
dæmdur til að verða rekinn út á gaddinn, ef þessum
hagsmunum býður svo við að horfa. En við erum
margir, sem lútum þessum örlögum. Við erum heill her
og verðum fleiri með degi hverjum. Og einn dag rís-
um við upp sameinaðir og umsköpum þjóðfélagið eft-
ir olckar höfði — þannig, að hinir síðustu verði fyrstir.
En aðrar stéttir, sem hrapa skyndilega niður í ör-
eigamensku, geta ekki leitað uppbótar á vanmætti sínu
eftir þessum leiðum. Til þess skortir þær þá félagslegu
tamningu, sem verkamennirnir hafa sótt í samtök sín.
Aðrar leiðir liggja beinna við, og í því falli, sem hér
ræðir um, þurftu þær ekki lengi að leita. Þær fundu
uppbót fyrir vanmáttarkend sína í þjóðrembingi og
kynþáttahatri. Frægur rithöfundur, Hendrik de Man,
kemst svo að orði: Þjóðernishreyfingin er þrautalend-
ing sálna, sem hin félagslega vanmáttarkend er að yfir-
buga, uppbót fyrir sjálfsvirðingu, sem er á förum. Hún
er hugtaksleg aðferð til að leiða gremju, sem á sér fjár-
hagslegar og félagslegar rætur, yfir á annarleg mark-
mið og andstæð þeim, er rökræn hugsun hlýtur að
benda á. — Og hann dregur athyglina að því, hversu