Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 73
IÐUNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
67
áberandi þáttur þetta þjóðernislega uppbótarfyrirbæri
var í ítalska fasismanum og hvernig það greip um sig
jafnvel innan verkalyðsins á Ítalíu, þrátt fyrir það, að
markmið og hlutverk fasismans var fyrst og fremst að
mala sundur verklýðshreyfinguna. „Það hjálpar mönn-
um til að sætta sig við sultarlaun og slæm híbýli, ef
þeir geta sagt civis romanus sum (eg er rómverskur
borgari). Hverjum ferðamanni, sem ekki er blindur á
báðum augum eða tilfinningalaus, hlýtur að ægja fá-
tækt og ill aðbúð öreigalýðsins í Venezíu, sem að mestu
leyti á afkomu sína undir því, hvað honum tekst að
sníkja út úr erlendum ferðamönnum. En þessir öreigar
hafa þó alténd rétt til að tala um mare nostrum (vort
eigið haf). í reyndinni hafa að vísu viðhafnar-hótelin
einkarétt á Lido-ströndinni, svo að hinum stoltu öreig-
um er bannað að baða sig í sínu eigin hafi“.
En hafi ítalskir öreigar verið veikir fyrir þess konar
blekkingum, segir það sig sjálft, að miðstéttir Þýzka-
lands stóðu enn berskjaldaðri. Þær höfðu vaxið upp í
skugganum af Siegesallee, þeim hafði frá blautu barns-
beini verið innrætt fullvissan um, að hagsmunir Þýzka-
lands og áform hinnar vísu og siðgóðu alheimsforsjón-
ar færu saman. Þær höfðu átt hlutdeild í sigurdraum-
unum 1914 og gátu ekki með nokkru móti gefið upp
trú sína á Germania invicta (hið ósigraða Þýzkaland).
Voru eklci Þjóðverjar guðs útvalda þjóð, sem öllum
þjóðum fremur var falið forustuhlutverk í sögunni? Var
ckki Þýzkaland land vísindanna, tækninnar, heimspek-
innar, skáldskaparins og hljómlistarinnar öllum löndum
fremur? Hafði ekki þessi volduga þjóð, með 60 miljón-
um íbúa, hið hreinasta og elzta ariska blóð í æðum?
Hví ertu fallin af himni þínum, þú skæra morgun-
stjarna! Vakna þú, Þýzkaland, drep þig úr dróma! Þú
5*