Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 75
IÐIJNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
69
Iangt frá því að vera tæmandi, voru á árinu 1927 um
13 % af forstjórum íðjufyrirtækja í Þýzkalandi Gyð-
ingar. Sjálfsagt hefir hlutdeild þeirra í almennum fjár-
málum (bankar, auðfélög o. s. frv.) ekki verið minni
að tiltölu. Þá verður því ekki neitað, að Gyðingar hafa
látið sig allmiklu varða vöxt og viðgang jafnaðarstefn-
unnar og stéttabaráttuna. Að því, er Þýzkaland snert-
ir, nægir að minna á nöfn eins og Marx, Lassalle, Kaut-
sky, Rosa Luxemburg, Bernstein, Klara Zetkin og Hilf-
erding því til sönnunar. En þrátt fyrir þetta verður ekki
með nokkru móti sagt, að slíkar staðreyndir réttlæti þá
Gyðinga-andúð og ofsóknir, er hinar rótrifnu stéttir leit-
uðu sér uppbótar í á vanmáttarkend sinni. Þótt Gyð-
ingarnir kunni að hafa verið alí-umsvifamiklir bæði á
sviði auðhyggjunnar og eins í baráttunni á móti henni,
verður það að teljast býsna léleg rökfræði að saka þá
um öll óhöpp og raunir þýzku þjóðarinnar. Frá rök-
rænu sjónarmiði séð væri það líka ljóti vitnisburðurinn,
sem hinn ,,þýzki“ hluti þjóðarinnar gæfi sjálfum sér
með því að kannast við að hafa látið þenna hverfandi
minnihluta kúga sig eða ginna eins og þursa •— minni-
hluta, sem þar að auki eru eins konar óæðri verur, dýr-
um líkari en mönnum, eftir því sem hinir ,,arisku“ Þjóð-
verjar fullyrða. En sannleikurinn er, að hér er ekki um
að ræða hlutræna staðreynd, heldur goðsögu (Myte)
eða trúarbrögð. Og sú goðsaga verður ekki skýrð eftir
lögmálum rökfræðinnar. Þar verður sálarfræðin að
koma til skjalanna.
Þessi goðsaga, sem laust eins og eldingu niður í múg-
mn og þjóðernisstefnan þýzka sækir styrk sinn í, er
hreint og ósvikið uppbótar-fyrirbæri. En með því mein-