Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 76
70
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
um við fyrirbæri, sem ætlað er að bæta upp þá kend
ánauðar, skorts og erfiðleika, sem líðandi stund skap-
ar, og ylja mönnunum von um betri og bjartari tíma.
AHar miklar þjóðahreyfingar hafa átt sér þess kyns
trúarbrögð, og það eru ekki vitrænar og rökvísar fræði-
kenningar, heldur trúin, sem lánar slíkum hreyfingum
útbreiðslumátt. Hin vaxandi öreigastétt iðjutímabilsins
átti sín uppbótar-trúarbrögð: spána um endurlausnar-
hlutverk öreiganna, stóradóminn yfir auðvaldinu og
dýrð framtíðarríkisins, þar sem ríkja myndi jöfnuður
og almenn velsæld. En líklega hefir í engri pólitískri
hreyfingu goðsagan verið jafn-ríkur þáttur og í þjóð-
ernisstefnunni þýzku.
Það, sem öreiginn er í áðurnefndri goðsögu — Mess-
ías þjóðanna, Prómeþeifur, sem sækir eldinn — það er
Aríinn í þjóðernishreyfingunni. Hitler kveður svo að
orði um hann í bók sinni: „Alt, sem nú á dögum blas-
ir oss við sjónum af menningarverðmætum, öll afrek
lista, vísinda og tækni, er svo að segja eingöngu Aríans
verk. Einmitt þetta heimilar oss þá rökstuddu ályktun,
að hann einn sé meistari alls æðra manndóms og tákni
þannig frummynd þeirrar tegundar, er hefir hlotið nafn-
ið maður. Úr hans bjarta enni hefir guðdómsneisti snill-
innar hrokkið æ ofan í æ, — hann er Prómeþeifur
mannkynsins, sem á öllum öldum hefir slegið þann eld,
er í líki þekkingar hefir lýst upp leyndardóma hinnar
þöglu nætur og gert manninum unt að finna þá leið, er
gera skyldi hann að drottni jarðarinnar. Látum hann
hverfa af leiksviðinu — og eftir nokkrar aldir mun
reginmyrkrið aftur grúfa yfir heiminum, menningin líða
undir lok og jörðin verða að auðn og tómi“. — Það
þarf ekki að talca það fram, að þessi orð Hitlers verða
ekki talin til vísinda eða neitt f ætt við þau. Þau eru spá-