Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 77
IÐUNN Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan.
71
sögn heittrúaðs manns og annað ekki. Og það er fjarri
því, að Hitler hafi flutt hana fyrstur manna. Goðsögu
bjóðernisstefnunnar má rekja aftur í tímann, til Cham-
berlain’s og Gobineau, nokkuð er tekið að láni hjá Nietz-
sche, er söng lof hinu ljóshærða rándýri, og víðar er
sótt til fanga. En aldrei hafa þessi skinvísindi tekið á
sig jafn-ófélegan stakk og í trúarboðskap þeirra Hitlers
og Rosenbergs.
Amerískir þjóðfræðingar hafa gefið gaum fyrirbrigði,
sem þeir nefna etnocentrisma og telja, að einkum gæti
meðal frumstæðra og lítilsigldra mannflokka. Það er í
þvf fólgið, að þessir mannflokkar telja sig sjálfa standa
öllum öðrum framar. Þegar Karíbarnir í Suður-Ameríku
eru spurðir um uppruna sinn, svara þeir: Við erum einu
mennirnir. Lapparnir nefna sjálfa sig „mannveruinar“.
og sama er að segja um Samojedana og fleiri frum-
stæða mannflokka í Norður-Síberíu. Sagt er, að Eski-
móarnir haldi, að Evrópumenn komi til Grænlands til
þess að læra mannasiði. Árið 1896 skrifaði kínverskur
ráðherra erindisbréf, sem hófst á þessum hógværu orð-
um: „Hve voldugt og frægt er ekki kínverska keisara-
dæmið, ríkið í miðjunni. 011 stórmenni sögunnar eru
upp runnin í þessu ríki“. — Af svipuðum toga er fullyrð-
ing Hitlers um, að Aríarnir einir eigi skilið að kallast
menn og að allir menningarfrömuðir hafi verið Aríar.
I munni nazistanna þýðir Aríi blátt áfram Þjóðverji, sem
ekki er af Gyðingaættum.
Goðsagan um Aríann er alveg prýðilega til þess fall-
in að vega á móti vanmáttarkend þýzku þjóðarinnar.
Hver þýzkur meðborgari, sem ekki er Gyðingaættar,
eignast með þessum handhæga og frumstæða hætti þá
trúarvissu, að hann sé sá eiginlegi maður og fullkomin
andstæða „undirmennisins", svo notað sé orðtæki Ros-