Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 84
78
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
hina þokukendu drauma og duluð, sem gagnsýrir naz-
ismann. Nafnið á sér dulúðgan hljóm, sem í eyrum hinna
trúuðu er fullur af fyrirheitum. Það tengist við æfaforna
trúar-mystik og minnir jafnframt á þrenninguna í heim-
speki Hegels (setning — mótsetning — samsetning).
Bókmentalega séð er það af sama toga og ráðgátu-
vísdómur sá, er Ibsen leggur í munn dulspekingnum
Maximos í „Keisari og Galilei“. Hjá mönnum, sem skipa
„innsæinu“ æðra sess en vitinu, rifjast upp ramíorn
speki um helgitöluna þrjá, og þriðja ríkið vekur þeim
grun um sólris duldrar, en glæsilegrar framtíðar. Orð til
að reisa á óljósar og takmarkalausar auðnuvonir, orð
með annarlegum hljóm og dularfullum krafti. Sefjandi
orð, sem kitla tilfinningarnar og Ijá ímyndunaraílinu
vængi. Það er öllum hulið, hvað raunverulega er meint
með þessu þriðja ríki, og á svo að vera. Þrátt fyrir hin
„eilífu og óumbreytanlegu“ 25 stefnuskráratriði hreyf-
ingarinnar, er ekki unt að finna þar neinar klárar línur.
En þetta, sem óneitanlega er slæm veila frá sjónarmiði
kaldrar skynsemi, gefur áróðrinum tvöfaldan styrk. Vaf-
in í táknrænan moðreyk getur þessi stefnuskrá svarað
uppbótardraumum hinna sundurleitustu mannflokka og
stétta. Þriðja ríkið verður eins konar draumsýn, er rúm-
ar alt, sem hugurinn girnist: eldmóð og trú, æsku og
fegurð, heilbrigði og hreysti. Það er morgunland Aríans,
umvafið töfrum sólarhvelsins. „í fylkingarbrjósti vor
þjóðernissinna bylgjast gunnfánar vorir. Fram undan
oss rís hjól sólarinnar — hakakrossinn — síungt, geisl-
andi og lýsandi — táknmynd hins vaknandi lífs“. Þetta
eru orð Gottfried Feder, eins af spámönnum hins þriðja
ríkis.