Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 86
80
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
er austurríska tollþjónmum Hitler í Branau fæddist son-
ur“. Og um afturbata foringjans eftir augnveiki þá, er
hann fékk í strícSinu af gaseitrun, er farið þessum lát-
lausu orðum: „Alvaldur guð gaf honum smátt og smátt
sjónina aftur og þar með hinni þýzku bjóð foringja
hennar“. — Myndir af Hitler hanga í hverjum glugga,
í hverjum samkomusal, á hverju heimili, alveg eins og
myncf keisarans í gamla daga. Hvert orð, sem fram geng-
ur af vörum hans, er guðdómlegt að innihaldi, og hver,
sem opnar fyrir útvarpsviðtæki sitt á kvöldin, heyrir
berast á vængjum ljósvakans þúsundrödduð og tryll-
ingsleg fagnaðaróp við ræðum, sem köld skynsemi get-
ur ekki skýrgreint öðru vísi en sem innantóman hávaða
og þvætting.
Ekki alls fyrir löngu gat að lesa í þjóðernissinnuðu
tímariti ljóðstef, sem, snúið í óbundið mál, hljóðar á
þessa leið: '
Þú ert sá kraftur, sem hefur mig frá jörðu, þegar eg
örmagnast.
Þú ert sú trú, sem enn lifir í mér, þegar eg fell.
Þú ert sá vilji, sem reisir mig, þegar eg hrasa.
Þú ert sú von, sem vísar mér leið, þegar eg villist.
Mundi ekki þessi lofgerð sóma sér vel í hvaða sálma-
bók sem væri? En hér er ekki verið að prísa guð eða
Krist né heldur nokkurn af dýrlingum heilagrar kirkju.
Það er enginn annar en Adolf Hitler, sem þessu reykelsi
er brent fyrir. Og þetta er síður en svo einsdæmi. í
ávarpi, sem „hinir þýzk-kristnu“ í Thúringen sendu út
25. nóv. 1933, stendur svo: „Trúin á Þýzkaland og á
köllun foringja vors er meira en pólitísk játning. Vér
trúum því, að máttur guðs opinberi sig í endurfæðingu