Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 88
82
Þýzku miðstéttirnar og þjóðernisstefnan. IÐUNN
ingsins, er vikið var að hér að framan. En — guð al-
valdur hefir af gæzku sinni tekið í hnakkadrembið á
skynseminni og þokað henni utar á sinn rétta bás, eins og
þýzkur guðfræðingur, sem fyrir skömmu var á ferð í
Svíþjóð, komst að orði. Það er ekki rétt að líta á þjóð-
ernis-goðsöguna sem einstætt þýzkt fyrirbæri, heldur
verður að skoða hana í sambandi við hinn almenna flótta
frá vitinu, sem grípur meira og meira um sig nú á tím-
um. Á Ítalíu heitir hinn nýi Messías Benito Mussolini. Þar
getur þjóðin séð guð sinn og heyrt hann tala frá svöl-
unum á Piassa Venezia. í Rússlandi hafa myndir af Len-
in komið í stað hinna gömlu verndargripa kirkjunnar,
og við legstað hans brennur eilífðarlampinn eins cg á
gröf höfuð-postulans í Róm. A Þýzkalandi hafa „hinir
þýzk-kristnu“ skýrt og skilmerkilega vitnað, að þeirra
lifandi guð heiti Adolf Hitler. Og „guð Þýzkalands er
voldugur guð“. Eins og Jahve hélt verndarhendi yfir
sinni útvöldu þjóð og fór fyrir henni sem skýstólpi um
daga og eldstólpi um nætur, svo verndar og hinn ariski
guð sína útvöldu þjóð og hjálpar henni til að inna af
hendi sitt sögulega hlutverk í þessari vígólmu veröld.
Old máttarverka og helgisagna er aftur runnin yfir jörð-
ina, og gömlu guðirnir lifa. Eða réttara sagt: Þeir hafa
risið upp aftur, yngdir og efldir. Hinn ariski stríðsguð er
ung, ljóshærð hetja, með yfirbragði Sigurðar Fáfnisbana
og sverðið Gram í .hendi.
Þýzkur íhaldsforingi kom til Róm og heimsótti Musso-
lini í marsmánuði 1933. Við það tækifæri er sagt, að
einræðisherrann hafi látið svo um mælt: „Hitler er mér
miklu meiri. Hann er frelsari (salvatore), en eg er bara
stjórnmálamaður". Maður heyrir hæðnina í þessum orð-
um, sem að öðru leyti bera vitni um uppgerðar-lítillæti
af hálfu Mussolini. Eigi að síður hittir hann naglann á