Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 91
IÐUNN
Gullkálfurinn.
85
Um einstaklingsþroskann þeir þurftu að sjá,
og þess utan margföldun gullsins annast.
Við einstaklingsfrelsiS þá fýsti að kannast,
en fundu, innan takmarka svið þess lá. —
Ef kálfurinn hygðist að klifra í bátinn,
án kvíða að horfa um öxl, var mátinn.
Þeir sundlögðu gullkálf í silfurdjúp,
en sáu ekki fyrir, hvað mundi henda.
Þeim fanst ekki neitt á þann bóginn benda,
að bölvunin væri’ undir silfurhjúp.
En fleytan að sjálfsögðu fljóta mundi,
svo fremi, að kálfurinn væri á sundi.
Er boli sá land, vildi ’ann lenda í skyndi,
svo leiður orðinn að vera teymdur.
Hann vildi ekki framvegis verða geymdur
í varðhaldi, — það var svo fjarri hans yndi.
Hann langaði að velja sér lending sjálfur
án lóss, þó að hann væri bara kálfur.
Svo snarlega bátnum hann sneri við,
og snögglega kipti svo fast í tauminn,
að útbyrðis niður þeir steyptust í strauminn,
sem stýrt höfðu beint út á þetta mið.
Og taumhaldið mistu þeir, traustið ekki.
En tuddann grunuðu þeir um hrekki.
Þeir óðu þar niður úr silfri í saur
og sundtök í kafi til einskis reyndu.
í hæðirnar upp sínum bænum beindu
þeir beztu, sem grynst voru sokknir í aur.