Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 93
íslenzk mentastefna.
Þýzkt máltæki segir: „Listamaður, tala þú ekki, held-
ur skapaðu! “ og er það réttmæli — enda hefi eg aldrei
talið það mitt hlutverk að predika neitt fyrir fólki. —
En það er upphaf erindis míns, að eg fór að hugsa um
það, hvers vegna Þjóðverjar, sem nú vilja meta og
skilja alt norrænt, þrátt fyrir það skilja þó ekki, eða
misskilja að miklu leyti, vora þjóðlegustu og elztu menn-
ingu. Fyrir þessa íhugun mína varð til grein, sem eg reit
á þýzku um íslendingasögurnar sem alþýðlega list. Mér
hafði aldrei komið til hugar, að eg mundi fara að skrifa
um þetta efni, en mér fanst brýn nauðsyn á af því, að
meðferðin á Islendingasögunum, t. d. í þýzka útvarp-
inu, virtist mér misskilin og ekki sannfærandi — hvorki
fyrir þýzka né norræna hlustendur. Greinin birtist svo í
mörgum þýzkum tímaritum og blöðum og virtist vel þeg-
in, en við nánari umhugsun varð mér ljóst, að greinin
ætti í rauninni ekki síður erindi til íslendinga sjálfra en
Þjóðverja. Þó veit eg, að viðhorf mitt, sem leikrnanns
í bókmentum, hlýtur að verða nokkuð öðru vísi en hjá
bókmentamönnum eða fræðimönnum. Yfir höfuð hljót-
um við, sem höfum dvalist hálfa æfina erlendis, að líta
nokkuð öðrum augum á íslenzka menningu og hlutverk
hennar en sérfræðingarnir. í mörgu af því, sem eg ætla
að segja, munu vafalaust birtast viðhorf tónlistar, þótt
eg annars ætli aðallega að minnast á tungu vora og bók-
mentir, sem óneitanlega eru grunnurinn að menningu
vorri, bæði til forna og nú á dögum.
Um leið og við minnumst á erlend viðhorf, skulum