Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 94
88
íslenzk mentastefna.
IÐUNN"
við athuga örlítið, hvernig ástandið er í heiminum nú.
Þjóðirnar keppast við að vígbúast, og skattþegnum er
íþyngt eins og frekast er hugsanlegt. Vígbúnaðurinn
heimtar mikið fé — alt af meira og meira með hverju
ári. Gott eigum við, íslendingar, að þurfa ekkert að
leggja fram til hernaðar, og ekki getum við átt í nein-
um landamæraþrætum, því hafið er greinileg landmörk.
En er nú sjálfstæði íslendinga betur trygt en sjálfstæði
annara þjóða? Nei, það er síður en svo. Að vísu er ekki
líklegt, að á íslandi eigi eftir að rigna eitri og ólyfjan af
völdum styrjaldar, en þó þyrfti ekki nema örlitla til-
viljun til þess, að sjálfstæði íslendinga, bæði efnalegt og
menningarlegt, væri í hættu — og jafnvel að þjóðin
eyddist, svo að eingöngu sagan gæti sagt frá því, að hér
hefði búið smáþjóð með sérstæðri menningu og eigin
mentavilja. — En getum við íslendingar þá ekkert gert
til að tryggja sjálfstæði vort og verjast ásælni annara
þjóða, styrjöldum og stjórnmálaflækjum stórþjóðanna?
Jú, vissulega. Að vísu getum við ekkert lagt til hernaðar
eða styrjalda, en það er til nokkuð, sem kallað er heims-
álit — álit veraldarinnar á því, hvað rétt sé, hvað gildi
hafi, hvaða þjóðir eigi, sökum sérstæðrar menningar,
tilverurétt sem sjálfstæðar í fjölskyldu þjóðanna. Menn
segja, að heimsálitið hafi ráðið lyktum síðasta ófriðar,
að þá hafi Bandamönnum tekist að skapa það álit úti
um heim, að Þjóðverjar væru villidýr, sem þyrfti að
yfirbuga, og að jafnvel innan Þýzkalands 'hafi fjand-
mennirnir getað umskapað álit Þjóðverjanna á sjálfum
sér og þannig dregið úr mótstöðuaflinu. Hvað sem því
líður, þá er aldrei hægt að skapa varanlegt heimsálit
með lygum einum og rógi. Þegar til lengdar lætur, getur
að eins sannleikurinn og hin jákvæðu menningaröfl skap-
að heimsálit til varnar þjóðum.