Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 95
IÐUNN
íslenzk mentastefna.
89'
Það vill svo vel til, að íslendingar eiga sérstæða og
merkilega menningu, gamla a'ð vísu, en þó ekki meira
úr sér gengna en svo, að hún er lifandi enn með þjóð-
inni og getur átt fyrir sér merkilega og mikla þroska-
braut. Þessi menning vor Islendinga, tungan og bókment-
irnar og allar listirnar í víðtækustu merkingu, er oss
þeim mun dýrmætari fyrir það, að hún er hvorki meira
né minna en eina vopnið, sem við getum notað cil bess
að tryggja og auka sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar,
stjórnarfarslega, efnalega og andlega. Aðrar þjóðir hafa
mörg vopn til varnar; við eigum að eins þetta eina.
Mentamennirnir og listamennirnir eru landvarnarher vor
íslendinga. Eftir þessu mætti ætla, að á íslandi væri
ríkjandi meiri skipulagsbundin mentastarfsemi, bæði jnn
á við og út á við, en í nokkru öðru landi. En ekki er því
að heilsa. Það má segja, að frekar sé það öfugt — að í
engu mentalandi í Evrópu sé eins lítið um skipulags-
bundna mentastarfsemi og á íslandi — að hér sé í raun-
inni enn ekki orðið til það, sem menn erlendis kalla
„Kultur-Politik“ eða skipulagsbundna stefnu í menning-
armálum, hvorki innanlands né gagnvart öðrum þjóð-
um. Það er mikill misskilningur, að skólar einir geti skap-
að menningu. Skólamentunin og fræðimenskan geta þar
á móti oft lamað listræna og lífræna menningu, þ. e. þá
menningu, sem frekast hefir alment gildi. Hversu marg-
ir geta ekki sagt frá því, hvernig skólakenslan drap hjá
þeim tilfinninguna fyrir vissum andlegum efnum. Eg
t. d. gat ekki litið í kvæðabók í fimtán ár, af því að
eg var neyddur til þess í barnaskóla að Iæra kvæði ut-
an að. Sömu söguna segja mér ýmsir Þjóðverjar, en
þar eru skólar sennilega strangari en nokkurs staðar
annars. Margir Þjóðverjar geta ekki lesið eða hlustað á
verk eftir Schiller og Goethe, af því að skólarnir hafa