Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 96
•90
íslenzk mentastefna.
IÐUNN
áður íþyngt nemendunum með lestri slíkra skáldverka.
— Nei, menningin á að vera lifandi með þjóðinni, í öll-
um stéttum, með mönnum á öllum aldri — eins og vor
gamla menning var, þegar við áttum fæsta skóla. En
sleppum því.
Það er ekki hlutverk mitt að minnast þess, hve mjög
vor mestu menningarmál eru vanrækt eða misskilin —
heldur ekki að geta þess, að til eru íslenzkir menta-
menn og stjórnmálamenn, sem halda því fram í fullri al-
vöru, að skipulagsbundin menta- og listastarfsemi inn-
anlands sé ónauðsynleg fyrir íslendinga — að það sé
hégómi einn, að ísland taki þátt í alþjóðlegum skipu-
lagsbundnum menningarviðskiftum o. fl. o. fl. — Því
miður erum við íslendingar of kærulausir um okkar
sjálfstæðismál. Aðrar þjóðir hafa vígt sjálfstæði sitt
með blóði og eldi, en við látum frekar eins og sjálf-
stæðið sé eingöngu orð til að nota í hátíðaræðum og
stjórnmáladeilum innanlands, en annars þurfi ekkert að
gera til þess að tryggja þetta blessað sjálfstæði.
Nú skulum við snúa okkur að þeim atriðum íslenzkr-
ar menningar, sem verða að teljast grunnurinn að allri
þjóðlegri menningu íslendinga að fornu og nýju. Það
er enginn vegur að afneita með nokkurri skynsemi
þeim náttúrulögmálum þjóðarinnar, sem skapast af
uppruna hennar, sögunni, kyninu og Iandsháttunum.
Það er sannarlega alveg ónauðsynlegt að stofna stjórn-
málaflokka með eða móti slíkum sannindum hér á landi,
enda eru tilraunir í þá átt auðsjáanlega misskilnings-
eftirhermur erlendra stefna, sem eiga lítið erindi til vor
íslendinga, þó að þær geti verið réttmætar eða nauð-
synlegar í öðrum löndum. — Þessi náttúrulögmál ís-
lenzku þjóðarinnar skapa fyrsta listarefnið, sem kem-
ur meðal annars fram í tungu þjóðarinnar. Mikið höf-