Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 98
92
íslenzk mentastefna.
IÐUNN
eða lamað en við sjálfir, og við eigum aftur að verSa
sterkir eins og Iandið — eigum aftur að fara að hugsa
djarft og stórt og fast eins og áður og eins og lands-
hagir heimta. Einnig þess vegna eiga fornbókmentirn-
ar að vera lifandi þjóðareign, sem hver íslendingur nýt-
ur með hrifningu. Hvers vegna eru þær það ekki? Eg
ætla að reyna að svara þessari spurningu eftir mínu
leikmannsviti. Eg fer ekki eftir neinum vísindalegum
skýringum eða sögufræðum, enda er það álit mitt, að
fræðimönnum megi að nokkru leyti um kenna, að ís-
lendingar, og reyndar aðrar þjóðir Iíka, meta og skilja
ekki íslendingasögurnar sem skyldi — þessum fræði-
mönnum, sem rita langar skýringar, formála og bækur
um sögurnar, en virðast svo gleyma aðalatriðinu, nefni-
lega þvf, að sögurnar eru list, sem ekki er til þess gerð,
að fræðimenn öðlist prófessora- og doktorstitla fyrir að
skýra hana, heldur til þess, að allir, sem hafa óskert
skilningarvit, geti notið listarinnar, geti þar fundið það,
sem öllu framar aðgreinir manninn frá dýrinu — list-
ina, sem beinir huganum frá öllu jarðnesku og er hið
eiginlega sálræna afl, sem enginn fær útskýrt. Að vísu
eru íslendingasögurnar sögulegur sannleikur að meira
eða minna Ieyti, og er það auðvitað skemtilegt og fróð-
legt, bæði fyrir oss íslendinga og aðrar þjóðir — sér-
staklega þær, sem oss eru skyldar. En það er sannar-
lega ekki nóg, því það er frásagnarlistin, sem ríður
baggamuninn. Þetta virðast menn athuga of lítið. Hvað
þarf nú til þess, að allir geti notið íslenzkra fornbók-
menta með hrifningu?
Fyrst ber að athuga þetta: íslendingasögurnar eru
enginn pappírs-skáldskapur, heldur töluð list. Menn
vita, að sögurnar voru sagðar, þ. e. talaðar, í þrjú
hundruð ár, áður en þær voru ritaðar, en við þurfum