Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 99
TÐUNN
íslenzk mentastefna.
93
ekki endilega að skiíta okkur af ]pví. Það sést full-
greinilega á sögunum sjálfum, að jsar á málið að hljóma.
Hnitmiða'Sar setningarnar eru hljómlist í vissum skiln-
ingi. Hér er ekki um venjulegt óbundið mál að ræða.
Framsögn sögunnar verður auðsjáanlega að vera þann-
ig, að fallandin, hljómþunginn, komi greinilega fram,
en þó á hér enginn tilfinningasamur leikhúskeimur við,
t. d. í líkingu við stíl 19. aldarinnar eða suðrænan
framsagnarsmekk. Það eina, sem ef til vill mætti líkja
við framsagnarlist íslenzkra fornbókmenta, er „Zara-
thustra'* eftir þýzka skáldið Nietzsche, en þó eru íslend-
ingasögurnar vafalaust fremri. Það er eins og setning-
arnar í þeim séu stuðlaðar og rímaðar með sérstökum
hætti, og það er jafnvel stundum hægt að skrifa þessar
einföldu setningar upp óbreyttar eins og rímaðar Ijóð-
línur væru — með stuðlum og alls konar millirími. Þó
er alt sagt mjög blátt áfram og án allrar íilgerðar, sem
oft er annars að finna í kvæðum. Auðsjáanlega er mun-
urinn á milli fornkvæðanna og sagnanna miklu minni en
í fljótu bragði kann að virðast. Þegar íslendingasaga er
sögð, á náttúrlega alt þetta rím að heyrast og öll sú
tigulega fallandi, sem í þeim felst. Það er líka nauðsyn-
legt að dvelja við setningarnar til þess að njóta hljóm-
þunga þeirra og kjarna að fullu. Setningarnar eru íist
út af fyrir sig, þótt ekki sé hugsað 'um efnið •— alveg
eins og það má njóta kvæðis sem listar án þess að skilja
eitt einasta orð af því, sem farið er með. En í Islend-
ingasögunum rennur hljómurinn, fallandin, andinn og
efnið saman eins og gnæfandi minnismerki — í heild
hinnar fullkomnustu listar. Næmt eyra getur ekki fund-
ið, að einu orði sé ofaukið. Jafnvel nafnaraðir og ætta-
tölur virðast líða hjá í listrænu samræmi, líkt og temun
í ,,fúgato“ eða ,,fúgu“ tónlistarinnar. Ósjálfrátt saknar