Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 100
94
íslenzk mentastefna.
IÐUNN
maður greinaskila við nærri hverja setningu við lestur
á íslendingasögum. Sennilega varð að spara rúm í hand-
ritunum, og þess vegna var greinaskilum alveg slept. En
milli Ifnanna birtist oft það dýpsta og háfleygasta; jafn-
vel hin mesta ástríða verður — þögn. Eitthvað þessu
líkt má ef til vill finna í skáldskap norrænna rithöfunda
á seinni tímum og jafnvel nú á dögum. En oftast virð-
ist sá skáldskapur fölur og blíðlegur í samanburði við
kraftalistina í íslendingasögum. Ef til vill eru þær hin
fullkomnasta orðlist, sem til hefir orðið með norrænum
þjóðum; alt það, sem á eftir fór, virðist frekar vera
eftirhljómar — að maður ekki segi eftirhermur •— en
framhald eða framþróun. (Eg mun ekki þurfa að taka
það fram aftur, að eg tala hér ekki vísindalega, held-
ur sem leikmaður eða maður tónlistarinnar, — ekki
sem bókmentafræðingur eða rithöfundur.) Eg er held-
ur enginn sérfræðingur í framsagnarlist, en samt ætla
eg að reyna af mínum veika mætti að sýna lesendum
mínum svona hér um bil, hvernig mér finst að muni
eiga að lesa íslendingasögurnar. Við skulum taka fyrstu
setningarnar í Njálu sem dæmi. Eg mundi vilja láta lesa
þær þannig, að stuðlar og millirím heyrðist, eða hér um
bil svona (áherzlur með breyttu letri) :
MörtSr hét maÖr, er kallaÖr var gígja. Hann var sonr
Sigvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum.
Hann var ríkr höföingi ok málafylgjumaðr mikill, og
svá mikill lögmaðr, at engir þóttu löglegir dómar
dæmdir, nema hann væri við. Hann átti dóttr eina, er
Unnr hét. Hon var væn kona ok kurteis ok vel at sér;
ok þótti sá beztr kostr á Rangárvöllum.
Við skulum nú athuga t. d. þrjú fyrstu orðin: Mörðr
hét maðr. Það er ekki nóg með það, að hér sé stuðla-
rím með hljóðunum mö og ma, heldur eru ðr-ending-