Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 101
IÐUNN
íslcnzk mentastefna.
9&
arnar, eins og þetta 8r-hljó‘8 endurtekst svo í aukasetn-
ingunni: er kallaðr var gígja. — Sams konar hljóma-
samræmi er í orðatiltækinu: beztr kostr (á Rangárvöll-
um). — Eins er samræmi í orðunum: væri við — var
væn o. s. frv. — Annars skal sleppa frekari útskýring-
um á þessu. Framsögnin getur verið alveg tilgerðarlaus
og blátt áfram, þó að hún verði stílrétt eftir þessum
kröfum.
Það er ekki eingöngu hið hljómandi talaða mál, sem
nauðsynlegt er til fullra listrænna afnota og skilnings á
íslendingasögunum; þar kemur og annað mjög mikil-
vægt atriði til greina: Frásagnarmaðurinn hefir gert ráð
fyrir því og vitað það, að áheyrendurnir þektu ekki
einungis alt líferni umhverfisins og ættbálkana, heldur
einnig héruðin — hvert hverfi, jafnvel stundum hvern
stein á leið atburðanna. Fyrir hugskotssjónum áheyr-
andans er landslag íslands mikilfenglegra en orð fái
lýst, og við það aukast áhrif sögunnar mikið. Þegar
sagan segir, að menn hittist í Flosadal, þá sér áheyr-
andinn fyrir sér mikla fjallasýn — dalinn, sem hann
þekkir, útsýnið, alt hið áhrifamikla leiðsvið íslenzkrar
náttúru. List fornbókmentanna verður til á þeim tíma,
er íslendingar voru samlifaðir náttúru landsins meira en
nú; þeir voru náttúrunnar börn í blíðu og stríðu. Ef til
vill elskuðu þeir náttúru íslands meira fyrir það, að þeir
voru mikið í utanförum — líkt og vér, sem nú hverfum
heim við og við og elskum þá íslenzka rigningu jafnt og
sólskinið, storminn jafnt sem lognið og auðnina, hrika-
leikann jafnt og ljósgrænt grasið, sem líka er öðru vísi
erlendis.
Annars virðist bera allmikið á íslenzku landslagi í
Eddu-kvæðunum sumum, og meira en í íslendingasög-
unum. Það er nærri því eins og í sögunum sé gert ráð