Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 102
96
íslenzk mentastefna.
IÐXJNN
fyrir leiksviðinu — ef svo má að orSi komast ■— sem
sjálfsögðu, án þess að á það þurfi að minnast. Þess
vegna eiga menn eiginlega að þekkja alla landshætti
þar, sem íslendingasögurnar gerast, um leið og þær eru
lesnar eða fluttar. Það er að vísu betra en ekkert, að
láta góðar myndir fylgja útgáfunum, en það er ekki
nóg. Hugmyndin um leiksvið þessara bókmenta minnir
á leikritagerð og jafnvel á kvikmyndagerð, en vafa-
samt verður að teljast, hvort talmyndir muni nokkurn
tíma ná því listræna marki eða þeirri listrænu fuilkomn-
un, sem íslendingasögurnar heimta. Ef til vill eignast
tuttugasta öldin sannarlega norræna leiklist, án tilfinn-
ingasemi og tilgerðar nítjándu aldarinnar og hennar
suðrænu, austrænu og vestrænu áhrifa. Þá verður kann-
ske meira um þá túlkendur, sem kunna að fara stílrétt
með sögurnar, í hljómi, fallandi og sálrænni skapgerð.
Sá talmáti, sem tíðkast hefir lengi í leikhúsum og í
framsögu víðs vegar um heim, með stundum hálf-
móðursjúkri ,,rómantík“, er alveg gagnstæður forn-
íslenzkri orðlist. — Endurreisn íslenzkra fornbókmenta,
ekki á íslandi einu, heldur um víða veröld, og með lif-
andi stílréttum blæ, sem alla hrífur, er ekki eingöngu
metnaðarmál vor íslendinga, heldur nokkurs konar al-
þjóða-hlutverk tuttugustu aldarinnar, þ. e. þeirrar
mentastefnu, sem nú er að ryðja sér braut og menn
kalla ýmist ,,nýja klassik“ eða „stálslegna rómantík"
eða eitthvað enn annað. Þetta er stefna, sem gerir vart
við sig í einhverri mynd í svo að segja öllum menning-
arlöndum, og það er hamingja íslands, að hún fellur svo
vel saman við erfðamenningu íslendinga. Frá íslenzku
sjónarmiði hefir norræn menning enn ekki lifað sitt feg-
ursta, enn ekki náð sínum eiginlega þroska, samkvæmt
eigin eðlislögum. Það tókst að bjarga grunninum yfir