Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 103
IÐUNN
íslenzk mentastefna.
97
til íslands undan aðsteðjandi flóði miðaldanna, en síð-
an virðist framþróunin hafa stöðvast.
Þjóðverji einn, sem nýlega skrifaði um íslendingasög-
ur, endaði grein sína með þessum orðum: „Það er ís-
lands mikla sorgarsaga, sem vart á sinn Iíka í allri ver-
aldarsögunni, að ógurlegur kraftur finnur ekki staðinn
til þess að njóta sín — fær ekki hið sögulega rúm, sem
honum ber“. — Þessi sorgarsaga er því miður að ger-
ast þann dag í dag. Að vísu er vor sex hundruð vetra
nótt liðin hjá, með hungursneyð og kúgun erlends valds
eða ægilegra náttúruafla, en það er eins og þjóðin sé
enn of lítil til þess að geta borið og þroskað sína eigin
menningu, og íslenzkar listir virðast t. d. ekki geta bró-
ast, nema sem útflutningsvara, því að helmingur lærðra
listamanna íslenzkra dvelst erlendis, án þess að bjóð
þeirra hafi af þeim fult gagn.
Tunga og bókmentir íslendinga eru náttúrlega ekki
eini grundvöllur íslenzkrar menningar. Við finnum t. d.
greinileg frækorn tónlistar, þar sem íslenzku þjóðlögin
eru, en þau sýna mikinn sérkennileik og meiri harðneskju
en komið hefir fram í tónlist Evrópu enn þá. Merkileg-
ustu greinar þjóðlaganna eru, eins og flestum mun
kunnugt, fyrst tvísöngurinn, þ. e. þunglamalegur fimm-
undarsöngur tveggja karlaradda með raddskiftum og
blæbrigðum, sem eg hefi áður útskýrt í ritgerðum og
blaðagreinum, en því næst ber að nefna rímnalögin,
áherzluþung taktskiftingalög, er sýna greinilegt sam-
hengi við vort gamla mál og stuðlaföll þess, því að
stuðlarnir og rímið virðist hafa skapað laghrynjandina,
og sérstaklega það rím, sem ekki finst í skáldskap ann-
ara þjóða. Sálrænt eðli þjóðarinnar hlýtur vitanlega að
vera það sama, hvernig sem það birtist. Ekki kann eg
um það að dæma, hvort sams konar frækorn finnast til
IOunn XIX 7