Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 104
98
íslenzk mentastefna.
IÐUNN
sköpunar í al-íslenzkri myndlist, en mér segir svo hug-
ur um, a$ einhver samsvarandi lögmál hljóti einhvers
staðar a'5 vera til. Erfðamenning íslendinga er ekki aS
eins sögulegar leifar, heldur lifandi gróður, jafnvel þar,
sem fraekornin eru smæzt, og er þroskinn auðsjáanlega
fram undan, ef við að eins finnum okkar eigin lögmál
og höldum stefnunni eftir því.
Svo eg haldi áfram þar, sem eg byrjaði, og minnist
á skipulagsbundna menningarstarfsemi bæði innanlands
og utan, en hvort tveggja verður að fara saman eins og
staðhættir eru á íslandi nú, enda varð okkar heimsgilda
menning til forna einmitt til fyrir lifandi og stöðugt sam-
band við önnur lönd. Menn þroska ekki sín séreinkenni
þrátt fyrir þekkingu á einkennum annara þjóða, heldur
einmitt vegna hennar. — Ef íslendingar notuðu með
hagsýni og skipulagi til menningarþarfa, þó ekki væri
nema örlítinn hluta af því fé, sem aðrar þjóðir nota
hlutfallslega til landvarna, þá væri menningarlegri fram-
þróun íslands borgið, sjálfstæði þess trygt inn á við og
út á við, en auk þess séð fyrir menningarlegum þörfum
þjóðarinnar, sem hvorki vill né getur lifað af einu sam-
an brauði. Nú fer meira en ein miljón króna árlega í
opinberar skemtanir á íslandi, sem flestar eru útlendar
og oft lélegar, en þjóðleikhúsið stendur tómt og ónot-
að — nærri miljón króna, sem enga vexti gefur. Það er
auðsætt, að Iistarækt og listmenningarstarfsemi á íslandi
er í rauninni alls ekki fjárhagsmál, heldur skipulagsmál.
Nokkra sök eiga náttúrlega íslenzku listamennirnir sjálf-
ir, sem ekki halda nógu vel á sínum eigin málum. Aðr-
ar stéttir hafa sín stéttasamtök og fulltrúa á þingi, en
listamennirnir standa utan gátta, svo að ekki er einu
sinni hugsað um atvinnubætur handa þeim eins og
verkamönnunum. Það er vitanlega mjög gagnslítið að