Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 106
Töflurnar.
Eftir Otto Rung.
Uppfinning sú, er hér verður gerð að umtalsefni og
segja má, að ylli eins konar heimsbyltingu, átti sér stað
mörgum árum seinna en í ár. Uppfinnandinn, doktor
Pankreas Pepsin, bjó í einni af höfuðborgum Norður-
landa — þeirri, er taldi sig hinum fremri.
Innan hins þrönga hrings vísindamanna var dr. Pep-
sin viðurkendur sem duglegur, en helzti ímyndunarrík-
ur efnafræðingur, með fóðurefnafræði að sérgrein.
Rannsóknarstofa hans var í gömlum bílskúr á bak við
húsið, sem hann bjó í ásamt systur sinni, ungfrú Acidu
Pepsin.
Síðustu vikurnar hafði systirin veitt því eftirtekt, að
bróðir hennar, sem annars var alvaran sjálf og virðu-
leikinn, eins og vísindamanni samir, var orðinn eitthvað
óstyrkur á taugum og æstur í geði. Þessi óróleiki olli
henni mikillar skapraunar. Til allrar hamingju var dokt-
orinn mestan hluta sólarhringsins lokaður inni á rann-
sóknarstofunni, sem aftur var vendilega einangruð frá
sjálfri íbúðinni (daunillar gufur voru sem sé harðbann-
aðar í stofunum).
Frá stofuglugganum gat ungfrú Pepsin fylgst með at-
ferli bróður síns gegn um hinar stóru rúður á rannsókn-
arstofunni. Þarna sat hann hálfboginn yfir eimiflöskun-
um, eldrauður í framan og með hörkudrætti um munn-
inn, sveipaður mekki af alls konar gufum, sem án efa
lyktuðu viðbjóðslega, en mökk þenna lagði upp af ótal